Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 17/2012

Nr. 17/2012 13. mars 2012
LÖG
um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

4. tölul. 3. mgr. 13. gr. b laganna fellur brott.

2. gr.

Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein er verður 5. mgr. og orðast svo:

Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c.

3. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 13. gr. n laganna:

a. Orðin „2. mgr. 13. gr. b" í 4. mgr. falla brott.

b. Við bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr., svohljóðandi:

Innstæður í reiðufé í erlendum gjaldeyri í eigu lögaðila skv. 4. mgr. hjá erlendum fjármálafyrirtækjum eða hjá Seðlabanka Íslands eins og þær stóðu við lok dags 12. mars 2012 skulu jafnframt undanþegnar bannákvæði 2. mgr. 13. gr. b. Fjármagnshreyfingar sem framkvæmdar eru á grundvelli 1. málsl. þessarar málsgreinar skulu tilkynntar Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands skal svo fljótt sem við verður komið setja reglur um hvernig undanþágur frá 2. mgr. 13. gr. b verða veittar vegna reiðufjár í erlendum gjaldeyri sem til fellur eftir 12. mars 2012 og er í eigu lögaðila skv. 4. mgr. hjá erlendum fjármálafyrirtækjum eða hjá Seðlabanka Íslands.

4. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi. Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað binda lög þessi alla þegar við birtingu.

 

Gjört á Bessastöðum, 13. mars 2012.

Ólafur Ragnar Grímsson.

(L. S.)

Steingrímur J. Sigfússon.

A deild - Útgáfud.: 13. mars 2012