Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1182/2012

Nr. 1182/2012 20. desember 2012
REGLUR
um skattmat vegna tekna af landbúnaði árið 2013.

Eftirfarandi reglur um skattmat tekna af landbúnaði á árinu 2013 eru settar skv. 118. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. og 2. tölul. B-liðar 17. gr. reglugerðar nr. 245/1963, um tekjuskatt og eignarskatt. Um er að ræða mat á tekjum í búrekstri, hvort sem um er að ræða einstaklingsrekstur eða rekstur lögaðila sem færa ber á rekstrarreikning landbúnaðarskýrslu rekstrarársins 2013.

Búsafurðir til heimanota og önnur endurgjaldslaus afhending þeirra til eigenda, starfs­manna og skylduliðs þeirra skal telja til rekstrartekna á rekstrarreikningi land­bún­aðar­skýrslu. Tekur skattmatið m.a. til búfjárafurða, jarðargróða, afraksturs af hvers konar hlunnindum, afurða gróðurstöðva, fuglabúa o.s.frv. og sjávarafla og afla eldis­stöðva. Séu afurðir, sem teknar eru eða afhentar til heimanota, ekki tilgreindar hér á eftir skal meta þær á sama verði og fyrir þær fæst við sölu til óskylds aðila. Séu afurðir þessar afhentar á lægra verði en í skattmatinu greinir skal mismunur á því verði og matsverð­inu talinn til rekstrartekna hjá búinu.

Skattmat á heimaafnotum búsafurða o.fl. vegna tekjuársins 2013 er sem hér segir:

kr.  

Mjólk

80,00

 pr. lítra

Egg

445,00

 pr. kg

Kartöflur

79,00

 pr. kg

Rófur

123,00

 pr. kg

Lambakjöt

573,00

 pr. kg

Kjöt af veturgömlu fé

358,00

 pr. kg

Annað kjöt af sauðfé

257,00

 pr. kg

Ungnautakjöt

620,00

 pr. kg

Annað kjöt af nautgripum

404,00

 pr. kg

Folaldakjöt

385,00

 pr. kg

Annað kjöt af hrossum

158,00

 pr. kg

Grísakjöt

455,00

 pr. kg

Annað svínakjöt

321,00

 pr. kg

Kalkúnar, endur og gæsir

640,00

 pr. kg

Annað fuglakjöt

443,00

 pr. kg

Fiskur

500,00

 pr. kg

Reykjavík, 20. desember 2012.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.

B deild - Útgáfud.: 27. desember 2012