Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1036/2013

Nr. 1036/2013 22. nóvember 2013
REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 806/2013 um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2013/2014.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ein ný grein svohljóðandi:

2. gr. a

Úthluta skal allt að 1300 lestum af íslenskri sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2013/2014 til síldveiða innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi.

Heimilt er að úthluta á skip, sem hafa veiðileyfi með aflamarki, allt að 8 lestum í senn gegn greiðslu gjalds. Úthlutun hverju sinni er bundin því skilyrði að skip hafi veitt 80% af áður úthlutuðum heimildum samkvæmt þessari grein.

Aflaheimildir sem úthlutað er samkvæmt þessu ákvæði er óheimilt að framselja.

Aðeins er heimilt í sömu veiðiferð að stunda veiðar innan brúar í Kolgrafafirði og skal skipstjóri gefa upp Kolgrafafjörð innan brúar sem veiðisvæði, við vigtun afla á hafnarvog.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skipum sem hafa veiðileyfi með aflamarki heimilt að stunda veiðar á tímabilinu frá og með 23. nóvember 2013 til og með 26. nóvember 2013 án þess að úthlutun aflamarks hafi farið fram. Greiða skal 13 kr. fyrir hvert kg landaðrar síldar eigi síðar en 11. desember 2013. Síldarafli sem veiðist á tímabilinu dregst frá því magni sem til úthlutunar kemur.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum, og í lögum 79/1997, um veiðar í  fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum og öðlast reglugerðin þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 806/2013 skulu umsóknir um úthluta aflaheimilda skv. 2. gr. a og berast Fiskistofu fyrir 1. desember 2013 afgreiðast jafnóðum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. nóvember 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.

B deild - Útgáfud.: 22. nóvember 2013