Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 355/2014

Nr. 355/2014 10. apríl 2014
REGLUR
um breytingu á reglum fangelsa nr. 54/2012.

1. gr.

Eftir 8. gr. reglnanna bætist við ný grein sem verður 8. gr. a Fangaklefar, svohljóðandi:

Föngum í lokuðum fangelsum er óheimilt að fara inn á fangaklefa annarra fanga. For­stöðu­maður getur í samráði við Fangelsismálastofnun vikið frá reglunni ef sameigin­legt rými í fangelsinu er ekki fullnægjandi eða aðrar ástæður mæla með því.

2. gr.

Reglur þessar eru settar af Fangelsismálastofnun ríkisins og byggjast á heimild í 80. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og öðlast þær gildi 15. apríl 2014.

Fangelsismálastofnun ríkisins, 10. apríl 2014.

Páll E. Winkel.

B deild - Útgáfud.: 14. apríl 2014