Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 492/2015

Nr. 492/2015 11. maí 2015

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð um menntun, réttindi og skyldur sálfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi nr. 1130/2012

1. gr.

1. málsl. 1. mgr. 3. gr. orðast svo:

Leyfi skv. 2. gr. má veita þeim sem lokið hafa BS-prófi í sálfræði frá sálfræðideild heil­brigðis­vísindasviðs Háskóla Íslands, BSc-prófi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík eða BA-prófi frá félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, auk þess að ljúka tveggja ára fram­halds­námi (cand.psych. námi) frá sálfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Ísland eða tveggja ára MSc námi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða:

1. mgr. orðast svo:

Um þá sem ljúka framhaldsnámi, skv. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. fyrir 1. júlí 2017, gildir ekki ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 3. gr.

1. málsl. 2. mgr. orðast svo:

Sálfræðingi sem fyrir gildistöku reglugerðar nr. 1130/2012 hóf sérnám samkvæmt reglu­gerð um sérfræðileyfi sálfræðinga nr. 158/1990 er heimilt að haga sérnámi sínu í sam­ræmi við ákvæði hennar til 1. janúar 2018.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5., 8., 30. og 31. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 11. maí 2015.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Vilborg Ingólfsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 2. júní 2015