Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1009/2013

Nr. 1009/2013 12. nóvember 2013
AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á þremur deiliskipulagsáætlunum í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkt til­lögur að breytingum á eftirtöldum deiliskipulagsáætlunum:

Á deiliskipulagi Laugabólslands Mosfellsdal, síðast breyttu 19. maí 2013. Breytingin felst í því að að landið Reykjadalur 2 er afmarkað samkvæmt nýju mæliblaði, markaður er á það byggingarreitur og skilgreind er kvöð um umferð yfir austasta hluta þess.
Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 23. október 2013.

Á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal, samþykktu 21. janúar 2004, síðast breyttu 28. mars 2007. Breytingin felst í því að lóðinni er skipt í tvær parhúsalóðir og jafn­framt eru sett ákvæði um stærð húsanna og hæð, og sett kvöð um umferð yfir SA-horn lóðarinnar.
Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 23. október 2013.

Á deiliskipulagi hesthúsahverfis á Varmárbökkum, síðast breyttu 2001. Skipulags­breyt­ingin felst í því að lóðirnar Flugubakki 8 og 10 og byggingarreitir á þeim lengjast til austurs, hámarkshæð þaka er aukin og möguleikar á þakkvistum sömuleiðis.
Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 6. nóvember 2013.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagsáætlunum hafa hlotið málsmeðferð samkv. 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010 og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 12. nóvember 2013,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 15. nóvember 2013