Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 38/2009

Nr. 38/2009 3. apríl 2009
LÖG
um breytingu á lögum nr. 90/2008, um leikskóla, og lögum nr. 91/2008, um grunnskóla.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

Breyting á lögum nr. 90/2008, um leikskóla.
1. gr.
    Við 1. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um rétt foreldris sem ekki fer með forsjá barns til upplýsinga um barn sitt samkvæmt þessum lögum fer samkvæmt fyrirmælum 52. gr. barnalaga, nr. 76/2003.

Breyting á lögum nr. 91/2008, um grunnskóla.
2. gr.
    Við 2. mgr. 18. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um rétt foreldris sem ekki fer með forsjá barns til upplýsinga um barn sitt samkvæmt þessum lögum fer samkvæmt fyrirmælum 52. gr. barnalaga, nr. 76/2003.

3. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 3. apríl 2009.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.

A deild - Útgáfud.: 7. apríl 2009