Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 174/2011

Nr. 174/2011 11. febrúar 2011
AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur í samræmi við 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 samþykkt eftirtaldar deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulagi:

Völuteigur 6.
Breyting á deiliskipulagi „Athafnasvæðis við Meltún,“ áður síðast breyttu 6. júlí 2006. Skipulagsbreytingin felst í því að bætt er við byggingarreit fyrir einnar hæðar viðbyggingu við vesturhlið hússins að Völuteigi 6, allt að 8 x 33 m að stærð. Samþykkt í bæjarstjórn 19. janúar 2011.

Lóð Brautar, Mosfellsdal.
Breyting á deiliskipulagi Laugarbólslands frá 1999, sem áður hafði síðast verið breytt 26. apríl 2006. Skipulagsbreytingin felst í því að markaður er byggingarreitur á lóð Brautar og heimilað að innan hans rísi nýtt einbýlishús með innbyggðum eða stakstæðum bílskúr í stað núverandi húss. Samþykkt í bæjarstjórn 3. nóvember 2010.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum mæltu fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 11. febrúar 2011,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 25. febrúar 2011