Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 189/2013

Nr. 189/2013 13. febrúar 2013
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 605/2006 um starfsskyldur kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands.

1. gr.

Bókstafsliðir b, c og d undir tölulið 3.1 í 3. gr. breytast og orðast svo:

  1. Starfsskyldur lektora og dósenta í hálfu starfi (50%) eða meira skiptast almennt í 52% kennslu, 42% rannsóknir og 6% stjórnun fyrir árin 2012 og 2013. Frá og með árinu 2014 skiptast starfsskyldur þeirra í 50% kennslu, 50% rannsóknir og stjórnun sem skiptist á milli kennslu og rannsókna. Því til viðbótar komi til afsláttur á kennsluskyldu fyrir nánar skilgreind stjórnunarstörf, sbr. 2. mgr. töluliðar 2.3. í 2. gr. þessara reglna.
  2. Starfsskyldur lektora og dósenta sem eru í minna en hálfu starfi (50%) eru óbreyttar árin 2012 og 2013, 71% kennsla, 23% rannsóknir og 6% stjórnun. Frá og með árinu 2014 skiptast starfsskyldur þeirra í 74% kennslu, 26% rannsóknir og stjórnun sem skiptist á milli kennslu og rannsókna. Því til viðbótar komi til afsláttur á kennsluskyldu fyrir nánar skilgreind stjórnunarstörf, sbr. 2. mgr. töluliðar 2.3. í 2. gr. þessara reglna.
  3. Starfsskyldur aðjúnkta í hálfu starfi (50%) eða meira skiptast almennt í 65% kennslu, 31% rannsóknir og 4% stjórnun fyrir árin 2012 og 2013. Frá og með árinu 2014 skiptast starfsskyldur þeirra í 67% kennslu, 33% rannsóknir og stjórnun sem skiptist á milli kennslu og rannsókna. Því til viðbótar komi til afsláttur á kennsluskyldu fyrir nánar skilgreind stjórnunarstörf, sbr. 2. mgr. töluliðar 2.3. í 2. gr. þessara reglna.

2. gr.

Á eftir 6. gr. bætist við ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Vegna uppgjörs áranna 2012 og 2013 þarf viðkomandi kennari að vera í aðalstarfi við Háskóla Íslands.

3. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 13. febrúar 2013.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 28. febrúar 2013