Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 141/2010

Nr. 141/2010 22. desember 2010
LÖG
um breyting á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, með síðari breytingum.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    Í stað 7. mgr. 100. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Nú fer aðili og þeir sem hann er í samstarfi við með yfirráð í félagi þegar verðbréf þess eru tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og verður hann þá ekki tilboðsskyldur samkvæmt þessari grein. Þetta gildir þó ekki ef viðkomandi aðili missir yfirráðin en nær þeim að nýju.
    Nú átti eigandi hlutafjár meira en 30% atkvæðisréttar í félagi sem hefur fjármálagerninga tekna til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði fyrir 1. apríl 2009 og er hann þá ekki tilboðsskyldur samkvæmt þessari grein, enda auki hann ekki við hlut sinn. Sami tímafrestur gildir hafi aðili farið með yfirráð í félagi á grundvelli samstarfs samkvæmt þessari grein.

2. gr.
     Í stað orðanna ,,8. mgr. 100. gr.“ í 27. tölul. 1. mgr. 141. gr. og 9. tölul. 145. gr. laganna kemur: 6. mgr. 100. gr.

3. gr.
    Ákvæði til bráðabirgða II, III, IV, V og VI í lögunum falla brott.

4. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.


Gjört í Reykjavík, 22. desember 2010.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Árni Páll Árnason.

A deild - Útgáfud.: 28. desember 2010