Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 851/2008

Nr. 851/2008 3. september 2008
AUGLÝSING
(V) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 605, 24. júní 2008 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2007/2008 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlut­unar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélagi:

Strandabyggð.
Ákvæði reglugerðar nr. 605 frá 24. júní 2008 gilda um úthlutun byggðakvóta Stranda­byggðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)

Skipta skal helmingi úthlutaðs byggðakvóta, 70 þorskígildistonnum, jafnt milli þeirra báta/skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar, en 70 þorskígildistonnum skal skipt í hlutfalli við landaðan afla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. maí 2007 til 30. apríl 2008.

b)

Vinnsluskyldu byggðakvóta Strandabyggðar samkvæmt 6. gr. er aflétt.

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. september 2008.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Hinrik Greipsson.

B deild - Útgáfud.: 4. september 2008