Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 554/2014

Nr. 554/2014 27. maí 2014
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 206/2013.

1. gr.

46. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Sveitarstjórn kýs eða tilnefnir í eftirtaldar nefndir, ráð og stjórnir:

A. Til eins árs:

    Byggðarráð. Sveitarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnar­kosn­ingum kjósa þrjá aðalmenn og þrjá til vara í byggðarráð sbr. 36. gr. sveitar­stjórnar­laga. Aðalmenn í sveitarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í byggðar­ráð. Kveðið er á um verkefni byggðarráðs í 31. gr. samþykktar þessarar en auk þeirra verkefna sem þar er kveðið á um fer byggðarráð með stjórn Eignasjóðs og Félagslegra íbúða.

B. Til fjögurra ára. Sveitarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara nema annað sé tekið fram, í eftirfarandi ráð og nefndir sem kosin eru á fyrsta eða öðrum fundi ný­kjör­innar bæjarstjórnar og er kjörtímabil þeirra hið sama og bæjarstjórnar. Sveitar­stjórn kýs ráðunum formann og varaformann.

I. Fjármála- og stjórnsýslusvið.

  1. Yfirkjörstjórn. Sveitarstjórn kýs á fyrsta fundi sínum þrjá fulltrúa og jafnmarga til vara í yfirkjörstjórn til fjögurra ára vegna kosninga til Alþingis, sbr. 10. gr. laga nr. 24/2000, og sveitarstjórna, sbr. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Þá getur sveitarstjórn kosið þrjá menn og þrjá til vara í undirkjörstjórn. Heimilt er að kjósa hana síðar.
  2. Atvinnu- og kynningaráð fer með atvinnumál og kynningarmál fyrir sveitarfélagið, sbr. erindisbréf.

II. Fræðslu- og menningarsvið.

  1. Íþrótta- og æskulýðsráð fer með íþrótta- og æskulýðsmál, samkvæmt lögum og reglugerðum þar um, ásamt öðrum þeim verkefnum sem ráðinu eru falin með erindisbréfi.
  2. Menningarráð fer með málefni safna og húsafriðunarmál samkvæmt lögum og reglugerðum þar um ásamt öðrum þeim verkefnum sem ráðinu eru falin með erindisbréfi.
  3. Fræðsluráð fer með verkefni leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og fram­halds­skóla samkvæmt lögum og reglugerðum þar um ásamt öðrum þeim verkefnum sem ráðinu eru falin með erindisbréfi.
  4. Ungmennaráð. Um verkefni og skipan ungmennaráðs fer samkvæmt sérstökum samþykktum sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

III. Félagsmálasvið.

  1. Félagsmálaráð fer með verkefni sveitarfélagsins á grundvelli laga um félags­þjónustu sveitarfélaga, þjónustuhóp aldraðra og málefni fatlaðra samkvæmt lögum og reglugerðum og samningum þar um ásamt öðrum þeim verkefnum sem ráðinu eru falin með erindisbréfi.
  2. Barnaverndarnefnd fer með málefni er varða barnavernd og ættleiðingar sam­kvæmt lögum og reglugerðum þar um.

IV. Umhverfis- og tæknisvið.

  1. Umhverfisráð fer með byggingarmál, skipulagsmál, brunavarnir og brunamál, almannavarnir, hreinlætismál, umferðarmál, umhverfismál, gróður- og náttúru­verndar­mál samkvæmt lögum og reglugerðum þar um ásamt öðrum þeim verkefnum sem ráðinu eru falin með erindisbréfi.
  2. Landbúnaðarráð fer með stjórn og eftirlit með búfjár- og gæludýrahaldi, framkvæmd fjallskila, afréttamál, hagagöngu, forðagæslu, eyðingu refa, minka og vargfugls og sjúkdómavarnir ásamt öðrum þeim verkefnum sem ráðinu eru falin með erindisbréfi. Ráðið gerir tillögu til bæjarstjórnar um ráðningu búfjár­eftirlits­manna.
  3. Búfjáreftirlitsnefnd. Sveitarstjórn kýs að afloknum kosningum aðal- og varamann í búfjáreftirlitsnefnd 17. starfssvæðis búfjáreftirlits til fjögurra ára samkvæmt tillögu landbúnaðarráðs, sbr. reglugerð um búfjáreftirlit o.fl. nr. 743/2002.
  4. Almannavarnanefnd Eyjafjarðar. Fulltrúi kosin skv. samþykktum um nefndina.

V. Veitu- og hafnasvið.

  1. Veitu- og hafnaráð fer með málefni hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu, gagnaveitu og hafna samkvæmt lögum og reglugerðum þar um ásamt öðrum þeim verkefnum sem ráðinu eru falin með erindisbréfi.

C. Stjórnir og samstarfsráð.

    Hér er um að ræða stjórnir stofnana með sjálfstæðan fjárhag og tilnefningar í samstarfsráð sem hafa endanlegt ákvörðunarvald í málefnum sínum, þ.e. þurfa ekki staðfestingu bæjarstjórnar til að koma málum í framkvæmd innan ákveðins fjárhagslegs ramma. Kjörtímabil þeirra er samkvæmt samþykktum um stjórn viðkomandi stofnunar.

  1. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. (AFE). Aðal- eða varamaður tilnefndur í stjórn sem kosið er til árlega á ársfundi byggðasamlagsins skv. samþykktum AFE.
  2. Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE). Sveitarstjórn kýs aðalfulltrúa og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn á haustfund AFE samkvæmt samþykktum AFE eins og þær eru á hverjum tíma.
  3. Stjórn Dalbæjar. Sveitarstjórn kýs fimm fulltrúa og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn í stjórn Dalbæjar samkvæmt samþykktum stofnunarinnar eins og þær eru hverju sinni.
  4. Rætur bs., byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks. Sveitarstjórn tilnefnir einn fulltrúa í stjórn byggðasamlagsins og annan til vara samkvæmt samþykktum byggðasamlagsins.
  5. Hússtjórn Rima. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa sem skal vera formaður hús­stjórnar og einn til vara til fjögurra ára í senn í stjórn húsfélags Rima sam­kvæmt aðildarsamningi að húsfélagi Rima í Svarfaðardal, dagsettum 7. maí 1998, og samkomulagi um breytingu á þeim samningi. Bæjarstjórn kallar eftir til­nefn­ingum aðildarfélaga á einum fulltrúa frá hverju félagi (aðalmaður og vara­maður) í stjórn húsfélagsins. Bæjarstjórn setur hússtjórninni erindisbréf í sam­ræmi við störf stjórnar sem fram koma í aðildarsamningi að húsfélagi Rima.
  6. Hússtjórn Ráðhúss Dalvíkur. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa og einn til vara í stjórn húsfélags Ráðhúss Dalvíkur.
  7. Stjórn Menningarfélagsins Bergs ses. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa og einn til vara í stjórn Menningarfélagsins Bergs ses. samkvæmt samþykktum félagsins.
  8. Stjórn Náttúruseturs á Húsabakka ses. Sveitarstjórn kýs einn fulltrúa og einn til vara í stjórn Náttúruseturs á Húsabakka ses. samkvæmt samþykktum félagsins.
  9. Stjórn Gásakaupstaðar ses. Stjórnin er kosin árlega skv. samþykktum félagsins og flyst stjórnarseta milli stofnfjárhafa.
  10. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar ses., Símey. Stjórn kosin á árlegum aðalfundi félagsins. Stjórnarseta flyst á milli sveitarfélaga.
  11. Umsjónarnefnd Friðlands Svarfdæla. Einn fulltrúi valinn eftir sveitar­stjórnar­kosningar.

D. Tilnefningar og kosningar.

    Fulltrúar eru kosnir á ársþing og ársfundi stofnana sem sveitarfélagið á aðild að. Kosning skal fara fram á fyrsta og/eða öðrum fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar og síðan í júní ár hvert vegna þeirra tilnefninga sem gilda í eitt ár.

  1. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt lögum um Samband íslenskra sveitarfélaga kýs bæjarstjórn aðal- og varafulltrúa á landsþing sam­bandsins. Fulltrúar sveitarfélagsins eru kosnir á fyrsta eða öðrum fundi nýkjör­innar sveitarstjórnar og er kjörtímabil þeirra hið sama og sveitarstjórnar.
  2. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Sveitarstjórn kýs einn aðalfulltrúa og einn til vara í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Fulltrúi sveitarfélagsins er kosinn á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar sveitar­stjórnar og er kjörtímabil hans hið sama og sveitarstjórnar.
  3. Eyþing. Sveitarstjórn kýs aðalfulltrúa og jafnmarga til vara á aðalfund Eyþings samkvæmt samþykktum þess hverju sinni. Fulltrúar sveitarfélagsins eru kosnir á fyrsta eða öðrum fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar og er kjörtímabil þeirra hið sama og sveitarstjórnar.

E. Verkefnabundnar nefndir.

Sveitarstjórn getur kosið nefndir til að vinna að einstökum afmörkuðum verk­efnum. Umboð slíkra nefnda stendur til loka kjörtímabils eða þar til verkefni þeirra er lokið. Sveitarstjórn getur þó afturkallað umboð slíkra nefnda hvenær sem er. Sveitarstjórn útbýr erindisbréf fyrir nefndirnar þar sem hlutverk og staða þeirra er skilgreind.

2. gr.

Samþykkt þessi, sem sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 27. maí 2014.

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.

B deild - Útgáfud.: 12. júní 2014