Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 145/2012

Nr. 145/2012 28. desember 2012
LÖG
um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (breytingar er varða framkvæmd o.fl.).

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
1. gr.
    Við 7. mgr. B-liðar 68. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sé svo ástatt að einungis annað hjóna er skattskylt hér á landi skv. 1. gr. skal ákvarða því vaxtabætur hér á landi eftir þeim reglum sem gilda um hjón, enda liggi fyrir upplýsingar um tekjur beggja.

2. gr.
    Á eftir 1. málsl. a-liðar 5. tölul. 70. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar um er að ræða leigutekjur manns af íbúðarhúsnæði er heimilt að taka tillit til frádráttar skv. 3. mgr. 30. gr.

3. gr.
    Á eftir „2.“ tvisvar sinnum í ákvæði til bráðabirgða L í lögunum kemur: og 3.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.
4. gr.
    Við 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna bætist: svo og sérhvern annan aðila sem hefur atvinnu af fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í verðbréfaviðskiptum eða annast innheimtu fyrir aðra.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.
5. gr.
    Á undan orðinu „skilagrein“ í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: sundurliðuð.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.
6. gr.
    Í stað orðanna „1. ágúst ár hvert og eindagi mánuði síðar“ í 6. mgr. 12. gr. laganna kemur: annars vegar 1. ágúst ár hvert hjá mönnum og eindagi mánuði síðar og hins vegar 1. nóvember ár hvert hjá lögaðilum og eindagi mánuði síðar.

7. gr.
    Í stað orðanna „1. ágúst“ í 16. gr. laganna kemur: 1. ágúst hjá mönnum og 1. nóvember hjá lögaðilum.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt, með síðari breytingum.
8. gr.
    2. málsl. 9. gr. laganna fellur brott.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.
9. gr.
    2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
    Tóbak telst samkvæmt lögum þessum vera sérhver vara sem inniheldur tóbak (nicotiana) og flokkast í 24. kafla í viðauka I við tollalög, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

10. gr.
    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2013. Þó skulu 4. og 5. gr. öðlast gildi 1. apríl 2013.

Gjört í Reykjavík, 28. desember 2012.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ásta R. Jóhannesdóttir.
(L. S.)

Markús Sigurbjörnsson.

Katrín Júlíusdóttir.

A deild - Útgáfud.: 31. desember 2012