Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 758/2009

Nr. 758/2009 8. september 2009
AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi Álafosskvosar, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga þann 10. júní 2009 samþykkt breytingar á deiliskipulagi Álafosskvosar, síðast breyttu 16. janúar 2008. Helstu breytingar eru þær að gatnatenging við Helgafellsveg færist austar, mörk skipulagssvæðis breytast, lóðarmörk eru skilgreind upp á nýtt og nýting bygginga endurskoðuð. Jafnframt eru götur, torg og gönguleiðir leiðrétt samkvæmt nýjustu upplýsingum og almenn bílastæði endurskoðuð.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi. Við gildistöku hennar fellur úr gildi eldra deiliskipulag, samþykkt 4. desember 1997, með síðari breytingum.

F.h. Mosfellsbæjar, 8. september 2009,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 10. september 2009