Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 464/2014

Nr. 464/2014 30. apríl 2014
SAMÞYKKT
um afgreiðslur byggingarnefndar Fljótsdalshrepps.

1. gr.

Byggingar- og skipulagsnefnd Fljótsdalshrepps annast verkefni byggingarnefndar í samræmi við 7. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Nefndina skipa þrír aðalmenn og þrír varamenn sem eru kjörnir til fjögurra ára á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og sveitarstjórnar.

Byggingar- og skipulagsnefnd skal skipta með sér verkum á fyrsta fundi kjörtímabils og velja formann og varaformann nefndarinnar.

2. gr.

Undir yfirstjórn sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps fer byggingar- og skipulagsnefnd með verkefni sem mælt er fyrir um í lögum nr. 160/2010 um mannvirki og skipulagslögum nr. 123/2010.

Með nefndinni starfar byggingarfulltrúi Fljótsdalshrepps sem fer með verkefni sem mælt er fyrir um í lögum nr. 160/2010 um mannvirki og ákvæðum í þeim reglugerðum sem settar eru á grundvelli laganna. Byggingarfulltrúi Fljótsdalshrepps annast einnig störf skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins í samræmi við ákvæði skipulagslaga, nr. 123/2010.

Byggingarfulltrúi skal hafa samráð við byggingar- og skipulagsnefnd um hvert það mál sem hann telur að varði verksvið nefndarinnar.

Byggingar- og skipulagsnefnd fjallar um umsóknir um byggingarleyfi. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi að fengnu samþykki byggingar- og skipulagsnefndar.

Byggingar- og skipulagsnefnd hefur eftirlit með stjórnsýslu byggingarfulltrúa fyrir hönd sveitarstjórnar.

Afgreiðslur mála í byggingar- og skipulagsnefnd skulu lagðar fyrir sveitarstjórn Fljótsdals­hrepps til staðfestingar og samþykkis.

3. gr.

Um málsmeðferð gilda að öðru leyti, eftir því sem við á, ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, laga nr. 160/2010 um mannvirki, skipulagslaga, nr. 123/2010, samþykktar um stjórn Fljótsdalshrepps, nr. 98/2013, og stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.

4. gr.

Samþykkt þessi, sem sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hefur sett samkvæmt ákvæðum 7. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 30. apríl 2014.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

B deild - Útgáfud.: 16. maí 2014