Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 89/2009

Nr. 89/2009 18. ágúst 2009
LÖG
um breytingu á lögum nr. 92/2008, um framhaldsskóla.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 1. mgr. 45. gr. er framhaldsskólum eftir sem áður heimilt skólaárin 2009–2010, 2010–2011 og 2011–2012 að innheimta af nemendum sem njóta verklegrar kennslu efnisgjald fyrir efni sem skóli lætur nemendum í té og þeir þurfa að nota í námi sínu. Skal það taka mið af raunverulegum efniskostnaði. Efnisgjald skal þó aldrei vera hærra en 50.000 kr. á skólaári eða 25.000 kr. á önn. Halda skal bókhald um fjárreiður þessar. Um endurskoðun gilda sömu reglur og um annan rekstur.

2. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 18. ágúst 2009.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.

A deild - Útgáfud.: 19. ágúst 2009