Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1324/2007

Nr. 1324/2007 14. desember 2007
GJALDSKRÁ
fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.

I. KAFLI

Gildissvið.

1. gr.

Gjaldskrá þessi gildir fyrir hafnir Ísafjarðar og er sett skv. heimild í 17. gr. hafnalaga nr. 61/2003, sbr. bráðabirgðaákvæði nr. 1.

II. KAFLI

Um hafnagjöld.

2. gr.

Við ákvörðun hafnagjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969.

3. gr.

Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafnarsjóðs, ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

Lestargjöld.

4. gr.

Af öllum skipum skal greiða lestargjald 10,79 kr. á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði. Undanþegin eru skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi þau hljóti ekki aðra þjónustu.

Bryggjugjöld.

5. gr.

Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða 5,14 kr. á mælieiningu fyrir hverja byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið. Fiskiskip greiða þetta gjald eigi oftar en 26 sinnum í mánuði. Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum, sem mánaðargjald, 71,68 kr. á mælieiningu, en þó aldrei lægra en 7.997 kr. á mánuði. Bátar minni en 20 brt greiði þó aldrei lægra en 5.217 kr. á mánuði. Skip samkvæmt 2. mgr. 4. gr. eru undanþegin bryggjugjaldi.

Skip, sem ekki eru í rekstri né leggja upp afla hjá höfnum Ísafjarðar, skulu greiða fullt bryggjugjald fyrir hvern legudag og njóta ekki afsláttarkjara í formi mánaðargjalda. Skip ekki í rekstri telst það skip sem legið hefur lengur en einn mánuð í höfn.

Vörugjöld.

6. gr.

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir:

1. flokkur

203,30 kr. á tonn.

Bensín, brennsluolíur, kol, laust korn, salt, vikur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.

2. flokkur

391,50 kr. á tonn

Lýsi og fiskimjöl.

3. flokkur

422,70 kr. á tonn

a)

Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, útgerðarvörur, smurn­ingsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og bygginga­framkvæmda.

b)

Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjavörur og ávextir.

 

Vélar og tæki hvers konar og varahlutir til þeirra, svo sem heimilis- og skrifstofu­vélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar, flugvélar, hreyflar, mælitæki, húsbúnaður, vefnaðarvara og fatnaður. Útvarps- og sjónvarpstæki, hljóðfæri, úr, klukkur, myndavélar, sjónaukar, glysvarningur allskonar, vín, tóbak, sælgæti, snyrtivörur og lyf.

c)

Af flutningi vinnutækja innanlands skal veita allt að 50% afslátt. Vörugjald greiðist ekki af bifreiðum ferðamanna, enda ferðast eigendur með sama skipi.

4. flokkur

1.065,90 kr. á tonn

Vörur sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd.

5. flokkur aflagjald 1,30%.

Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans. Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildar­verðmætis. Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gáma­fiski reiknast af áætluðu heildarverði.

Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðar­lega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskifélags Íslands. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega.

Hámarksgjald samkvæmt 4. flokki

4.395 kr. fyrir hvert tonn

Lágmarksgjald í öllum flokkum

159 kr.

Farþegagjöld.

7. gr.

Fyrir hvern fullorðinn með farþegabátum

136 kr.

Fyrir hvert barn með farþegabátum

68 kr.

Siglingavernd (ISPS).

8. gr.

Öryggisgjald fyrir skip sem falla undir skilgreiningu hafnverndar

30.190 kr. á komu

Öryggisgæsla fyrir öryggisvörð í dagvinnu

3.018 kr. á klst.

Öryggisgæsla fyrir öryggisvörð í yfirvinnu

5.432 kr. á klst.

Þjónustugjaldskrá.

9. gr.

Rafmagn.

Rafmagnssala

7,96 kr. á kWst

Rafmagnsmælar fyrir smábáta

40.201 kr.

Rafmagnstengigjald í dagvinnu

1.724 kr.

Rafmagnstengigjald í yfirvinnu

5.058 kr.

Rafmagnsgjöld breytast án fyrirvara skv. breytingu á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða hverju sinni.

10. gr.

Hafnsaga.

Hafnsögugjald

4,17 kr. á mælieiningu

Leiðsögn til og frá höfn

4.344 kr.

Hafnsögusjóður, skip sem nota hafnsögumann

632 kr.

Hafnsögugjöld skulu greidd fyrir leiðsögn til hafnarinnar, að bólvirki eða lægi 2.172 kr. fyrir hvert skip, auk 4,17 kr. á mælieiningu (mestu brúttóstærð). Fyrir leiðsögn frá bólvirki eða lægi og úr höfninni greiðist sama gjald. Fyrir leiðsögn um höfnina skal greiða hálft hafnsögugjald.

11. gr.

Leigugjöld.

Leiga á gámavöllum svæði A

61 kr. hver fermetri á mánuði

Leiga á gámavöllum svæði B

37 kr. hver fermetri á mánuði

Leiga á gámavöllum án skips

121 kr. hver fermetri á mánuði

Leiga í geymsluporti Suðurtanga

57 kr. hver fermetri á mánuði

Hafnarbakkaleiga

199 kr. fyrir tonnið á sólarhring

Leiga á kranalykli

2.414 kr. hvert skipti

Leiga á hjólaskóflu

6.218 kr. á klst.

Leiga á flotgirðingu

6.218 kr. á klst.

12. gr.

Hafnsögubátur.

Fyrir hverja byrjaða klst. á innri höfn

11.133 kr.

Fyrir eina ferð með hafnsögumann

11.133 kr.

Fyrir hverja byrjaða klst. utan innri hafnar

24.450 kr.

Fyrir björgun, slef eða aðstoð við skip og báta á klst.

LÍU/tryggfél.

13. gr.

Vatnsgjald.

Vatn fyrir báta undir 15 brt

993 kr. á mánuði

Vatn fyrir báta 15-30 brt

1.986 kr. á mánuði

Kalt vatn afgreitt til skipa yfir 30 brt

209 kr./m³

Vatn afgreitt utan reglubundins vinnutíma

3.608 kr. fyrir útkall

Vatn til skemmtiferðaskipa

USD 2 á tonn

14. gr.

Móttaka skipa.

Festargjöld fyrir hvern starfsmann í dagvinnu

6.686 kr.

Festargjöld fyrir hvern starfsmann í yfirvinnu

10.304 kr.

Greiða skal festargjald bæði við komu og brottför skipa. Þegar skip leggur að bryggju skal a.m.k einn starfsmaður hafnarinnar taka á móti því. Heimilt er að veita undanþágu frá þessari reglu í sérstökum tilfellum.

15. gr.

Sorphirðugjald.

Bátar að 20 brt

1.202 kr. á mánuði

Bátar 21-30 brt

1.761 kr. á mánuði

Bátar yfir 30 brt

3.522 kr. á mánuði

Fyrir hverja komu í höfn

6.325 kr.

Móttaka á sorpi lágmarksgjald

1.877 kr.

16. gr.

Vogargjöld.

Almenn vigtun

110 kr. á tonn

Flutningabílar og skoðun á bílavog

1.191 kr. á skipti

Lágmarksgjald

533 kr.

Útkall við vigtun í yfirvinnu

2.414 kr.

17. gr.

Viðlegugjöld.

Bátar undir 20 brt

5.225 kr. á mánuði

Bátar yfir 20 brt

8.005 kr. á mánuði

Bátar undir 20 brt fast legupláss

6.636 kr. á mánuði

Bátar yfir 20 brt fast legupláss

10.335 kr. á mánuði

Daggjald bátar undir 20 brt

1.400 kr. á mánuði

Daggjald bátar yfir 20 brt

1.965 kr. á mánuði

Skip yfir 80 brt

72,04 kr. á brt á mánuði

Uppsátursgjald

1.871 kr. á mánuði

18. gr.

Skráningargjald og önnur gjöld.

Skráning í „Gaflinn“ á afla vegna fyrirtækja með endurvigtunarleyfi

0,24 kr. á kg

Kranagjald, löndun með hafnarkrana

220 kr. á tonn

Úrtaksvigtunargjald fyrir löndun úr frystiskipum

98,09 kr. á tonn

III. KAFLI

Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.

19. gr.

Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda og skal greiða gjöldin á skrifstofu hafnarinnar. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina.

20. gr.

Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til hafnarinnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt að afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess, og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda skipagjaldsins. Að svo miklu leyti sem í gjaldskrá þessari eru ekki ákveðnir fastir gjalddagar á gjöldum skal greiða þau áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.

21. gr.

Vörugjöld greiðir móttakandi af vörum sem koma til hafnarinnar og sendandi af vörum sem fluttar eru úr höfninni. Ef margir eiga vörur sem fluttar eru með sama skipi skal afgreiðslumaður skipsins standa hafnarsjóði skil á greiðslum. Ef skip hefur ekki farm sinn skráðan ber skipstjóri ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins. Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir. Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörunar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar á skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt. Hafnarsjóður hefur haldsrétt í skráningar- og þjóðernisskírteinum skips til tryggingar gjaldinu. Aflagjald og vörugjald af útflutningi skal auk þess tryggt með veði í útflutningsbirgðum þess aðila er skuldar gjöldin.

22. gr.

Á öll verð skv. verðskrá þessari, nema á farþegagjöld skv. 7. gr. og þjónustu við erlend skip, er lagður 24,5% virðisaukaskattur sbr. 3. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðis­aukaskatt.

23. gr.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi. Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum sbr. ákvæði 21. gr. hafnalaga nr. 61/2003.

IV. KAFLI

Gildistaka.

24. gr.

Gjaldskrá þessi fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar er samþykkt af hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar á 131. fundi 10. desember 2007, skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 til þess að öðlast þegar gildi.

Hafnarstjórinn á Ísafirði, 14. desember 2007.

Guðmundur M. Kristjánsson.

B deild - Útgáfud.: 14. janúar 2008