Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 256/2012

Nr. 256/2012 23. febrúar 2012
AUGLÝSING
um friðlýsingu húsa.

Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun hefur mennta- og menn­ingarmálaráðherra ákveðið að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar að friða Bakkaflöt 1, Garðabæ. Friðunin nær til innra byrðis hússins, þar með talið allra fastra innréttinga og húsgagna, fastra og færanlegra innveggja og hurða, blómagryfju, yfirborðs veggja, gólfefna og klæðninga í loftum.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 23. febrúar 2012.

Katrín Jakobsdóttir.

Karitas H. Gunnarsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 14. mars 2012