Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 20/2009

Nr. 20/2009 23. mars 2009
LÖG
um breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, og lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI
Breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998,
með síðari breytingum.

1. gr.
    Á eftir 9. gr. laganna kemur ný grein, 9. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Gagnsæi í störfum Fjármálaeftirlitsins.
    Fjármálaeftirlitinu er heimilt að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum er byggjast á lögum þessum, nema ef slík birting verður talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu, varðar ekki hagsmuni hans sem slíks eða veldur hlutaðeigandi aðilum tjóni sem ekki er í eðlilegu samræmi við það brot sem um ræðir. Fjármálaeftirlitið skal birta opinberlega þá stefnu sem eftirlitið fylgir við framkvæmd slíkrar birtingar.

II. KAFLI
Breyting á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007,
með síðari breytingum.

2. gr.
    139. gr. laganna fellur brott.

3. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 23. mars 2009.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Gylfi Magnússon.

A deild - Útgáfud.: 26. mars 2009