Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1270/2013

Nr. 1270/2013 3. desember 2013
GJALDSKRÁ
fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg.

1. gr.

Innheimta skal gjald fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg svo sem nánar greinir í gjaldskrá þessari.

2. gr.

Gjald fyrir blandaðan heimilisúrgang:

Gjaldflokkur nr.

Tegund íláts og hirða

Gjald kr./ílát á ári

A.1

240 l græn tunna, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 20 daga fresti

10.200

A.2

240 l græn tunna, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 20 daga fresti

12.700

A.3

240 l grá tunna, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 10 daga fresti

20.400

A.4

240 l grá tunna, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 10 daga fresti

25.400

A.5

660 l ker, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 10 daga fresti

56.100

A.6

660 l ker, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 20 daga fresti

69.850

Gjald fyrir flokkaðan heimilisúrgang, blá tunna:

Gjaldflokkur nr.

Tegund íláts og hirða

Gjald kr./ílát á ári

B.1

240 l blá tunna, sótt minna en 15 metra frá sorphirðubíl á 20 daga fresti

6.400

B.2

240 l blá tunna, sótt meira en 15 metra frá sorphirðubíl á 20 daga fresti

8.900

Sorphirðugjaldi er ætlað að standa undir kostnaði við sorpílát, hirðu og förgun sorps.

Merktir pokar fyrir tilfallandi sorp umfram blandaðan úrgang: 700 kr./stk.

Merktir pokar fyrir tilfallandi sorp umfram pappírsúrgang: 440 kr./stk.

Gjald fyrir aukalosun blandaðs úrgangs: 3.470 kr./ferð auk 530 kr./ílát sem losað er.

Gjald fyrir aukalosun pappírsúrgangs: 3.470 kr./ferð auk 530 kr./ílát sem losað er.

Gjald vegna reksturs endurvinnslustöðva: 6.550 kr./íbúð. Gjaldi vegna endur­vinnslu­stöðva er ætlað að standa undir kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar í rekstri endur­vinnslustöðva Sorpu bs.

3. gr.

Um innheimtu gjalda fer samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og meng­unar­varnir og 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Gjöld samkvæmt gjald­skránni má innheimta með fjárnámi. Innheimtudeild Reykjavíkurborgar annast inn­heimtu gjalda skv. gjaldskrá þessari.

4. gr.

Gjalddagi gjalda skv. 2. gr. er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum síðar. Dráttar­vextir reiknast frá gjalddaga, séu gjöld ekki greidd á eindaga.

5. gr.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af borgarráði Reykjavíkurborgar með heimild í 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavíkurborg, nr. 1280/2012.

Borgarstjórinn í Reykjavík, 3. desember 2013.

Jón Gnarr.

B deild - Útgáfud.: 9. janúar 2014