Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 39/2014

Nr. 39/2014 22. maí 2014
LÖG
um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna færslu eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar (forræði rafmagnsöryggismála).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga,
nr. 146/1996, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:

  1. Orðin „í mannvirkjum“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Mannvirkjastofnun annast markaðseftirlit með raf­föngum.
  3. 3. mgr. fellur brott.

2. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna orðast svo: Til að öðlast slík leyfi skal rafskoð­unar­stofa vera faggilt í samræmi við lög um faggildingu o.fl., nr. 24/2006.

3. gr.

    Orðin „eða Neytendastofa, sé um að ræða rafföng sem ekki eru varanlega tengd mann­virkjum“ í 2. mgr. 9. gr. laganna falla brott.

4. gr.

    2. málsl. 10. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:

  1. 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  2. 5. mgr. fellur brott.
  3. 2. málsl. 6. mgr. fellur brott.
  4. Í stað orðsins „Brunamálastofnunar“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: Mannvirkja­stofn­unar.
  5. 8. mgr. fellur brott.
  6. 9. mgr. orðast svo:
        Málskot skv. 7. mgr. frestar ekki framkvæmd ákvörðunar. Verða ákvarðanir Mannvirkjastofnunar ekki bornar undir dómstóla fyrr en úrskurður úrskurðar­nefndar umhverfis- og auðlindamála liggur fyrir.
  7. Orðin „áfrýjunarnefndar neytendamála eða“ í 1. málsl. 10. mgr. falla brott.

6. gr.

    Orðið „Neytendastofu“ í 1. málsl. og orðin „eða Neytendastofa“ í 2. málsl. 12. gr. laganna falla brott.

7. gr.

    Í stað orðsins „Brunamálastofnunar“ í 5. tölul. 13. gr. a, 5. tölul. 13. gr. b, 5. tölul. 1. mgr. 13. gr. c og 5. tölul. 1. mgr. 13. gr. d laganna kemur: Mannvirkjastofnunar.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:

  1. Orðin „og Neytendastofu“ í 1. málsl. og 8. tölul. falla brott.
  2. Orðið „Neytendastofu“ í 1. málsl. 5. tölul. fellur brott og í stað orðanna „stofn­an­irnar láta“ í sama málslið kemur: stofnunin lætur.
  3. Orðin „og skiptingu eftirlits raffanga á milli stofnananna“ í 2. málsl. 5. tölul. falla brott.
  4. 7. tölul. orðast svo: Mannvirkjastofnun er heimilt að láta prófa rafföng innlendra fram­leiðenda sem sett eru á markað í fyrsta sinn. Framleiðendur greiða Mann­virkja­stofnun fyrir slíkar prófanir.

9. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Ef ekki er farið að ákvörðunum eða fyrir­mælum Mannvirkjastofnunar samkvæmt lögum þessum getur hún ákveðið að sá eða þeir sem ákvörðunin beinist gegn greiði dagsektir þar til farið verður að þeim.

10. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

II. KAFLI

Breyting á lögum um Neytendastofu, nr. 62/2005, með síðari breytingum.

11. gr.

    Í stað orðanna „mælifræði og markaðseftirlits með rafföngum“ í 1. gr. laganna kemur: og mælifræði.

12. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna fellur brott.

III. KAFLI

Breyting á lögum um notkun raflagna og raffanga í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli, nr. 135/2007.

13. gr.

    Í stað orðsins „Neytendastofu“ í 1. og 2. gr. laganna kemur, í viðeigandi falli: Mann­virkja­stofnun.

14. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2014.

Gjört á Bessastöðum, 22. maí 2014.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

A deild - Útgáfud.: 26. maí 2014