Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 761/2010

Nr. 761/2010 24. september 2010
AUGLÝSING
um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá Watanabe styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands, sem staðfest var 28. maí 2009, nr. 523.

Stjórn sjóðsins hefur samþykkt eftirfarandi breytingar á skipulagsskrá sjóðsins:

1. gr.

3. gr. orðist svo:

Stofnframlag sjóðsins er sem hér segir:

Framlag Watanabe 3.000.000 Bandaríkjadalir (kr. 278.040.000 m.v. gengi Bandaríkjadals 92,68 þann 16. september 2008).

Stofnframlag sjóðsins er óskerðanlegt.

Tekjur sjóðsins eru eftirfarandi:

Vextir og arður af eignum sjóðsins/vaxtatekjur af stofnfé.
Fé, gjafir og annað verðmæti sem sjóðnum kann að áskotnast eða safnast í nafni sjóðsins.

Styrktarsjóðir Háskóla Íslands annast ávöxtun sjóðsins og skal hún vera sem hag­kvæmust á hverjum tíma og taka mið af fjárfestingarstefnu Watanabe styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands.

Heimilt er að úthluta styrkjum sem nema allt að þremur fjórðu af ávöxtun hvers reikningstímabils. Fjórðungur ávöxtunarinnar leggst við stofnframlag og verður hluti af óskerðanlegu stofnfé. Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Fyrsta reiknings­tímabil er frá staðfestingu skipulagsskrár til ársloka það ár. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðanda Styrktarsjóða Háskóla Íslands og þeir birtir með sama hætti og aðrir reikningar í vörslu Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

2. gr.

5. gr. orðist svo:

Fyrsta úthlutun fer fram hið minnsta einu reikningsári eftir stofnun, enda liggi fyrir endurskoðuð reikningsskil og upplýsingar um laust fé til úthlutunar styrkja. Að jafnaði tilkynnir rektor Háskóla Íslands styrki við hátíðlega athöfn. Stjórn getur ákveðið í ljósi ávöxtunar eða annarra aðstæðna að safna saman leyfilegri úthlutun milli reikningsára, og úthluta í einu lagi lausum hlut samkvæmt reikningsskilum.

Úthluta skal úr sjóðnum árlega eða sjaldnar eftir því sem sjóðstjórn finnst tilefni til, en ekki má úthluta meira en ¾ af ávöxtun sjóðsins skv. endurskoðuðum ársreikningi hans. Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjórnar um framkvæmd og niðurstöður rannsókna. Slík skil eru forsenda frekari styrkveitinga.

Ofangreindar breytingar á skipulagsskrá Watanabe styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands, staðfestast hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988.

Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 24. september 2010.

Ríkarður Másson.

Björn Ingi Óskarsson.

B deild - Útgáfud.: 11. október 2010