Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 153/2012

Nr. 153/2012 28. desember 2012
LÖG
um breytingu á lögum um vegabréf, nr. 136/1998, með síðari breytingum (gildistími almenns vegabréfs).

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

1. gr.
    Í stað fyrri málsliðar 2. mgr. 6. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Gildistími almenns vegabréfs er tíu ár frá útgáfudegi en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára. Heimilt er að lengja þann tíma eftir því sem ákveðið er í reglugerð.

2. gr.
    Lög þessi öðlast gildi 1. mars 2013.

Gjört í Reykjavík, 28. desember 2012.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ásta R. Jóhannesdóttir.
(L. S.)

Markús Sigurbjörnsson.

Ögmundur Jónasson.

A deild - Útgáfud.: 2. janúar 2013