Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 47/2013

Nr. 47/2013 8. apríl 2013
LÖG
um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI
Breytingar á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum.

1. gr.
    Við 1. gr. a laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    12.    Endurverðbréfun (e. re-securitisation): Verðbréfun þar sem áhætta tengd undirliggjandi safni áhættuskuldbindinga er lagskipt í hluta og að lágmarki ein undirliggjandi áhættuskuldbinding er verðbréfuð staða.
    13.    Endurverðbréfuð staða: Áhættuskuldbinding vegna endurverðbréfunar.

2. gr.
    2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Sparisjóður skv. 1.–6. tölul. 1. mgr. 3. gr. Sparisjóður sem starfar á afmörkuðu, staðbundnu starfssvæði skv. 3. mgr. 14. gr. getur fengið starfsleyfi skv. 1., 2. og 5. tölul. 1. mgr. 3. gr. Sparisjóður skal þó ætíð hafa starfsleyfi og veita þjónustu skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 3. gr.

3. gr.
    4. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
    Fjármálafyrirtæki skal tilgreina á vefsíðu nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár eða stofnfjár í fyrirtækinu á hverjum tíma. Fjármálafyrirtæki hefur fjóra daga til þess að uppfæra vefsíðuna frá því að eignarhald á hlut breytist. Sé lögaðili eigandi hlutafjár eða stofnfjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila. Með raunverulegum eiganda samkvæmt ákvæði þessu er átt við einstakling eða einstaklinga sem eiga beina eða óbeina hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða aðra hlutdeild sem gerir honum eða þeim kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags.

4. gr.
    Á eftir 1. mgr. 20. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Starfsemi sparisjóða sem starfa á staðbundnum, afmörkuðum starfssvæðum skv. 3. mgr. 14. gr. getur tekið til 1., 2., 4.–6. , 10., 13. og 14. tölul. 1. mgr.

5. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
    a.    Orðin „og lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem það starfrækir útibú“ í 1. málsl. 5. mgr. falla brott.
    b.    Á eftir 1. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem fjármálafyrirtæki starfrækir útibú um breytingar á áður veittum upplýsingum.

6. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:
    a.    Orðin „og lögbærum yfirvöldum viðkomandi ríkis“ í 4. mgr. falla brott.
    b.    Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal tilkynna lögbærum yfirvöldum þess ríkis þar sem fjármálafyrirtækið veitir þjónustu um breytingar á áður veittum upplýsingum.

7. gr.
    2. mgr. 51. gr. laganna orðast svo:
    Skipa skal varamenn í stjórn fjármálafyrirtækis. Varamenn í stjórn fjármálafyrirtækis skulu vera tveir hið minnsta.

8. gr.
    Í stað 2. málsl. 4. mgr. 52. gr. laganna koma fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis mega einungis sinna þeim lögmannsstörfum fyrir annað fjármálafyrirtæki sem ekki geta valdið hættu á hagsmunaárekstrum á milli félaganna tveggja eða á fjármálamarkaði. Hyggist stjórnarmaður taka að sér lögmannsstörf fyrir annað fjármálafyrirtæki skal hann fá skriflegt samþykki stjórnar fjármálafyrirtækisins sem hann er stjórnarmaður í fyrir því að hann megi taka að sér umrætt starf, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfið sem hann hyggst taka að sér og upplýsa Fjármálaeftirlitið um eðli starfsins og umfang þess. Stjórnarmaður ber sönnunarbyrði um að lögmannsstarf sem hann tekur að sér fyrir annað fjármálafyrirtæki brjóti ekki gegn ákvæði þessu. Fjármálaeftirlitið getur krafist hvers konar gagna og upplýsinga frá stjórnarmanni í því skyni að meta hvort brotið hafi verið gegn ákvæðinu.

9. gr.
    Á eftir orðunum „hagnaði liðins árs fyrir skatt“ í 1. málsl. 1. mgr. 63. gr. laganna kemur: að undanskildum þeim hagnaði sem skapast við niðurfellingu skulda við fjárhagslega endurskipulagningu.

10. gr.
    3. mgr. 87. gr. laganna orðast svo:
    Eftirfarandi upplýsingar skulu vera í ársreikningi:
    a.    Launagreiðslur og hvers konar greiðslur eða hlunnindi félagsins til hvers og eins stjórnarmanns og framkvæmdastjóra,
    b.    heildargreiðslur og hlunnindi lykilstarfsmanna auk upplýsinga um fjölda þeirra,
    c.    nöfn og ríkisfang allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár eða stofnfjár í lok reikningsárs. Sé viðkomandi lögaðili skal jafnframt koma fram hver sé raunverulegur eigandi viðkomandi lögaðila, sbr. 4. mgr. 19. gr.

11. gr.
    Við 108. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Ef íslenskt fjármálafyrirtæki starfrækir útibú í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu geta lögbær yfirvöld þess ríkis lagt fram rökstudda beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að útibúið teljist sérstaklega mikilvægt fyrir það ríki. Til að útibúið teljist sérstaklega mikilvægt skal horfa til þess hvort innlán í útibúinu séu að minnsta kosti 2% af markaðshlutdeild heildarinnlána í ríkinu og hvort útibúið hafi mjög stóran hóp viðskiptavina og að tímabundin lokun eða stöðvun á starfsemi fjármálafyrirtækisins mundi hafa mjög alvarleg áhrif á greiðslukerfi í ríkinu. Ef Fjármálaeftirlitið telur að útibúið uppfylli ekki þau skilyrði sem fram koma í 2. málsl. skal Fjármálaeftirlitið synja beiðninni og senda lögbærum yfirvöldum í hinu ríkinu rökstuðning fyrir synjuninni. Ef Fjármálaeftirlitið fellst á beiðnina hefur það heimild til þess að veita lögbærum yfirvöldum í hinu ríkinu frekari upplýsingar um starfsemi útibúsins í því landi. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að setja reglur sem mæla nánar fyrir um málsmeðferð slíkrar beiðni og hvaða upplýsingar Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita öðrum lögbærum yfirvöldum um starfsemi útibúsins.
    Ákvæði 5. mgr. gildir einnig um verðbréfafyrirtæki að breyttu breytanda sem hefur starfsleyfi samkvæmt lögum þessum og starfrækir útibú í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu.

12. gr.
    Í stað orðanna „4. mgr. 52. gr.“ í 4. málsl. 4. mgr. 101. gr. laganna kemur: 4.–6. mgr. 52. gr.

13. gr.
    Á eftir orðunum „og hafa aðgengilegar upplýsingar um úrskurðar- og réttarúrræði“ í 7. tölul. 1. mgr. 110. gr. laganna kemur: og 4. mgr. 19. gr. um að birta ekki eða uppfæra upplýsingar á vefsvæði um nöfn og ríkisfang þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár eða stofnfjár í fyrirtækinu.

14. gr.
    Í stað orðanna „og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/111/EB“ í 117. gr. laganna kemur: tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/111/EB og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/76/ESB.

II. KAFLI
Breytingar á lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum.
15. gr.
    Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Fjármálaeftirlitið skal við eftirlitsstörf sín, einkum í neyðartilfellum, taka tillit til mögulegra áhrifa ákvarðana og athafna eftirlitsins á fjármálastöðugleika hér á landi. Einnig skal Fjármálaeftirlitið hafa í huga að ákvarðanir og athafnir þess gætu haft áhrif í öðrum ríkjum og er Fjármálaeftirlitinu heimilt að eiga í samskiptum við eftirlitsaðila annarra ríkja í þeim tilfellum.

16. gr.
    Á eftir 1. mgr. 13. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Þagnarskylda skv. 1. mgr. hvílir á öðrum yfirvöldum, einstaklingum eða lögaðilum en þeim sem 1. mgr. tekur til ef þeir vegna starfa síns taka á móti eða komast að upplýsingum sem leynt skulu fara, þar með talið um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra. Óheimilt er að nýta sér í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.

III. KAFLI
Gildistaka.
17. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 8. apríl 2013.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Steingrímur J. Sigfússon.

A deild - Útgáfud.: 10. apríl 2013