Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 456/2011

Nr. 456/2011 5. apríl 2011
AUGLÝSING
um friðlýsingu húsa.

Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun hefur mennta- og menningarmálaráðherra ákveðið að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar að friða verkamannabústaðina við Hringbraut, alla þrjá áfangana, sem byggðir voru á árunum 1931-37. Friðunin nær til garðveggja og ytra byrðis eftirtalinna húsa: Ásvallagötu 33, 35, 37, 39, 49, 51, 53, 55, 57, 59, 61, 63 og 65, Bræðraborgarstígs 47, 49, 53 og 55, Hringbrautar 52, 54, 56, 58, 74, 76, 78, 80, 82, 84, 86, 88 og 90, Brávallagötu 42, 44, 46, 48 og 50 og Hofsvallagötu 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21, 22 og 23.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 5. apríl 2011.

Katrín Jakobsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 30. apríl 2011