Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 990/2013

Nr. 990/2013 7. nóvember 2013
AUGLÝSING
(I) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlut­unar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum:

Sveitarfélagið Hornafjörður.

Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Hafnar í Horna­firði með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan byggðarlagsins á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.

Grýtubakkahreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Grenivíkur með eftirfarandi viðauka/breytingum:

 

a)

c-liður 1. gr. reglugerðarinnar fellur niður.

 

b)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðar­lagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., eftir breyt­ingu sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í ein­stökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal 45 þorskígildistonnum úthlutaðs byggðakvóta skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og 109 þorsk­ígildistonnum skal skipt hlutfallslega til sömu skipa, miðað við úthlutað afla­mark á grundvelli aflahlutdeildar í botnfiski 1. september 2013 í þorsk­ígildum talið.

Húnaþing vestra.

Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Hvamms­tanga með eftirfarandi viðauka/breytingum:

 

a)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: 80% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 675/2009 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglu­gerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fisk­veiði­árinu 2013/2014. Skipting þessa 80% byggðakvóta Húnaþings vestra til ofan­greindra skipa skal miðuð við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn síðastliðin þrjú fiskveiðiár, í þorsk­ígildum talið. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2010/2011, 2011/2012 og 2012/2013.

 

b)

20% af byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014, miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorsk­ígildis­stuðla, í Hvammstangahöfn síðastliðin þrjú fiskveiðiár, í þorskígildum talið. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2010/2011, 2011/2012 og 2012/2013.

 

c)

Skip eiga rétt til úthlutunar úr báðum pottum samkvæmt a- og b-lið, að upp­fylltum skilyrðum.

 

d)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiski­skipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta innan byggðar­lagsins á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.

Snæfellsbær.

Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Hellissands, Rifs, Arnarstapa og Ólafsvíkur með eftirfarandi viðauka/breytingum:

 

a)

Ákvæði 1. málsl. c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. júlí 2013.

 

b)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðar­lagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitar­félögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðar­lags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildis­stuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. sept­ember 2012 til 31. ágúst 2013.

 

c)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

  

Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.

Fjallabyggð.

Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

 

a)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðar­lagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitar­félögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðar­lags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildis­stuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. sept­ember 2012 til 31. ágúst 2013.

 

b)

Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

 

c)

Ný málsgrein, sem verður 5. mgr. 4. gr.: Hámarksúthlutun byggðakvóta á skip skal vera 50 þorskígildistonn.

Langanesbyggð.

Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Þórshafnar og Bakkafjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitar­félagsins á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.

Breiðdalshreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Breið­dals­víkur með eftirfarandi viðauka/breytingum:

 

a)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðar­lagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitar­félögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, á þann veg að 25% byggðakvótans skal skipt jafnt milli þeirra fiski­skipa sem upp­fylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar en 75% byggðakvótans skal skipt hlut­falls­lega á þau sömu skip, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags, á tíma­bilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013.

 

b)

Ákvæði 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta innan byggðarlagsins á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað sam­kvæmt reglugerð þessari.

Sveitarfélagið Skagaströnd.

Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Sveitar­félags­ins Skagastrandar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

 

a)

Ákvæði b-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 15. september 2012.

 

b)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðar­lagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitar­félögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal 60 þorskígildistonnum úthlutaðs byggðakvóta skipt jafnt milli þeirra fiski­skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar eftir breytingu og áttu hlut­deild í Húnaflóarækju 1. september 2013 og 240 þorskígildistonnum auk þess afla­marks sem eftir er af úthlutun fyrra fiskveiðiárs verði skipt hlut­falls­lega, til þeirra skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar eftir breyt­ingu, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorsk­ígildis­stuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðarlags á tíma­bilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013.

 

c)

Hámarksúthlutun verður 75 þorskígildistonn á skip. Hámarkið gildir um saman­lagða úthlutun úr báðum flokkum, þó skal við úthlutun fyrst reikna að fullu byggðakvóta sem úthlutað er vegna innfjarðarrækjuveiða (Húnaflóa­rækja).

 

d)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiski­skipum er skylt að landa innan byggðarlagsins þeim afla sem telja á til byggða­kvóta á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. nóvember 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Kristján Freyr Helgason.

Hinrik Greipsson.

B deild - Útgáfud.: 7. nóvember 2013