Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 60/2008

Nr. 60/2008 7. júní 2008
LÖG
um heimild ríkissjóðs Íslands til sérstakrar lántöku á árinu 2008.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilt að taka á árinu 2008 lán fyrir allt að 500 milljörðum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt og endurlána Seðlabanka Íslands þann hluta sem tekinn verður að láni í erlendri mynt.
    Erlendar fjárhæðir skulu miðast við kaupgengi íslensku krónunnar samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands á staðfestingardegi laganna.
    Lántökuheimild ríkissjóðs skv. 1. mgr. hefur ekki áhrif á lántökuheimildir ríkissjóðs skv. 5. gr. fjárlaga fyrir árið 2008.

2. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 7. júní 2008.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Árni M. Mathiesen.

A deild - Útgáfud.: 10. júní 2008