Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 174/2006

Nr. 174/2006 20. desember 2006
LÖG
um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
1. gr.
    Við 6. tölul. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði þetta tekur þó ekki til tekna af leigu loftfara og skipa sem notuð eru til flutninga á alþjóðaleiðum.

2. gr.
    Við 2. tölul. A-liðar 7. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Styrkir sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám, teljast ekki til tekna hjá móttakanda.

3. gr.
     Við 1. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Útgjöld að hámarki móttekinni fjárhæð ættleiðingarstyrks samkvæmt lögum um ættleiðingarstyrki og má frádráttur þessi aldrei vera hærri en fjárhæð styrksins.

4. gr.
    Við 3. málsl. 9. tölul. 31. gr. laganna bætist: eða aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins.

5. gr.
    Í stað hlutfallstölunnar „21,75%“ í 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. laganna kemur: 22,75%.

6. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 67. gr. laganna:
    a.    Í stað fjárhæðarinnar „356.180“ í 1. mgr. kemur: 385.800.
    b.    Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Persónuafsláttur skal í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils. Fjárhæð persónuafsláttar skal birta með auglýsingu fjármálaráðherra fyrir upphaf staðgreiðsluárs.

7. gr.
    Í stað fjárhæðarinnar „787“ í 1. málsl. 4. mgr. B-liðar 67. gr. laganna kemur: 834.

8. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
    a.    Í stað tölunnar „16“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 4. mgr. A-liðar kemur: 18.
    b.    Í stað fjárhæðanna „494.782“, „649.544“ og „804.304“ í 3. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: 524.469; 688.517; og: 852.562.
    c.    Í stað fjárhæðanna „ 4.838.005 “, „ 8.019.826 “, „169.541“, „218.042“, „280.372“ og „618“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 4.931.043; 8.174.053; 179.713; 231.125; 297.194; og: 655.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur,
með síðari breytingum.

9. gr.
    Við 3. mgr. 4. gr. laganna bætist: að undanteknum arði sem úthlutað er á milli aðila sem samskattaðir eru skv. 55. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

III. KAFLI
Gildistaka.
10. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Ákvæði 1. gr., 3. gr., 4. gr., 5. gr., a-liðar 6. gr., 7. gr., b- og c-liðar 8. gr. og 9. gr. öðlast gildi 1. janúar 2007 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2007 og álagningu tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007.
    Ákvæði b-liðar 6. gr. öðlast gildi 1. janúar 2008.
    A-liður 8. gr. kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta og álagningu gjalda á árinu 2007.

Gjört í Reykjavík, 20. desember 2006.

Geir H. Haarde.

Sólveig Pétursdóttir.
(L. S.)

Gunnlaugur Claessen.

Árni M. Mathiesen.

A deild - Útgáfud.: 29. desember 2006