Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 371/2008

Nr. 371/2008 18. mars 2008
AUGLÝSING
um umferð í Vestmannaeyjum.

Að fenginni samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar og samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð í Vestmanna­eyjum:

  1. Umferðarljós verða á gatnamótum Heiðarvegar og Bessastígs.
  2. Bifreiðastöður verði bannaðar vestan megin við Dalaveg frá Sóleyjargötu til suðurs að gagnamótum við Strembugötu.
  3. Í Norðursundi verða einungis heimilaðar bifreiðastöður norðan megin við götu og gatan verður einstefnugata til vesturs frá Heiðarvegi að Græðisbraut.

Með auglýsingu þessari eru numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsinga um umferð í Vestmannaeyjum sem brjóta í bága við auglýsingu þessa.

Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 18. mars 2008.

Karl Gauti Hjaltason.

B deild - Útgáfud.: 17. apríl 2008