Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 971/2013

Nr. 971/2013 30. október 2013
GJALDSKRÁ
fyrir afgreiðslu umsókna, leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar.

1. gr.

Almenn ákvæði.

1.1.

Vegna byggingarleyfis, framkvæmdaleyfis eða vegna annarrar þjónustu sem skipulags- og byggingarfulltrúi veitir, skal greiða þau gjöld sem gjaldskrá þessi kveður á um.

1.2.

Tekjum sveitarfélagsins skv. gjaldskrá þessari skal varið til að standa undir hluta kostnaðar vegna þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa við viðskiptavini sveitar­félagsins.

2. gr.

Skilgreiningar.

2.1.

Afgreiðslugjald: Gjald sem greiðist við móttöku umsóknar um byggingarleyfi, framkvæmdaleyfi eða skipulagsbreytingu. Í gjaldinu felst kostnaður sveitar­félagsins við móttöku og yfirferð erindisins.

2.2.

Úttektargjald: Gjald sem greiðist vegna úttektar byggingarfulltrúa á fram­kvæmda­stað.

2.3.

Umsýslu- og auglýsingakostnaður: Kostnaður sem fellur til innan sveitarfélagsins við afgreiðslu umsóknar, birtingu auglýsinga og annarrar umsýslu.

2.4.

Breytingakostnaður: Kostnaður sem fellur til innan sveitarfélagsins við gerð nýs deiliskipulags eða breytingar á gildandi aðal- eða deiliskipulagi.

3. gr.

Byggingarleyfisgjald.

3.1.

Byggingarleyfisgjöld eru fyrir veitta þjónustu og verkefni byggingarfulltrúa, meðal annars við undirbúning og útgáfu byggingarleyfis, stöðuleyfis, útmælingu, eftirlit, yfirferð hönnunargagna og vottorð sem byggingarfulltrúi lætur í té. Gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta.

3.2.

Fyrir byggingarleyfi skal greiða gjöld sem hér segir:

Afgreiðslugjald

9.100 kr.

Gjald fyrir hvern m² í nýbyggingu eða viðbyggingu

250 kr.

Yfirferð aðaluppdrátta

14.000 kr.

Úttektargjald

9.100 kr.

Áfangaúttekt/stöðuúttekt, skýrsla

36.100 kr.

Fokheldisvottorð fyrir frístundahús

6.300 kr.

Fokheldisvottorð fyrir íbúðarhúsnæði

12.500 kr.

Fokheldisvottorð fyrir önnur hús

25.000 kr.

Lokaúttektarvottorð fyrir frístundahús

12.600 kr.

Lokaúttektarvottorð fyrir íbúðarhúsnæði

25.300 kr.

Lokaúttektarvottorð fyrir önnur hús

50.600 kr.

Úttekt vegna meistaraskipta

36.100 kr.

Úttekt vegna byggingarstjóraskipta

36.100 kr.

Gjald fyrir útkall þegar verk reynist ekki úttektarhæft

9.100 kr.

Mæling lóðar

68.500 kr.

Mæling fyrir húsi á lóð

59.500 kr.

Aukamæling á útsetningu húss

59.500 kr.

Stöðuleyfi til hálfs árs, fyrir hverja einingu

20.000 kr.

Framlenging á stöðuleyfi til hálfs árs, fyrir hverja einingu

25.000 kr.

Umsýsla vegna stofnunar lóðar eða breytingar á lóð

14.000 kr.

Húsaleiguúttektir á íbúðarhúsnæði, hvert fastanúmer

36.100 kr.

Húsaleiguúttektir á atvinnuhúsnæði, hvert fastanúmer

50.600 kr.

Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, 1-5 fastanúmer í húsi

18.300 kr.

Viðbót vegna eignaskiptayfirlýsinga, hvert fastanr. umfram 5 í húsi

4.600 kr.

3.3.

Fermetragjald skv. gr. 3.2. reiknast af brúttóflatarmáli skv. lokunarflokki A skv. gr. 4.4. í ÍST50.

3.4.

Stöðuleyfi til hálfs árs er miðað við hverja einingu, þar sem ein eining getur til dæmis verið einn gámur af mörgum í vinnubúðum. Álögð gjöld skv. 51. gr. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um veitingu stöðuleyfis skulu greidd áður en leyfi er gefið út.

3.5.

Byggingarleyfisgjald samkvæmt gjaldskrá þessari skal greiða fyrir útgáfu bygg­ingar­leyfis.

3.6.

Skipulags- og byggingarfulltrúi áætlar fjölda áfangaúttekta við útgáfu bygg­ingar­leyfis og leggur á gjöld vegna þeirra við útgáfu byggingarleyfis.

3.7.

Fyrir yfirferð nýrra eða breyttra hönnunargagna eftir útgáfu byggingarleyfis greiðast 9.100 kr. til 90.700 kr. eftir umfangi.

3.8.

Vegna aðkeyptrar vinnu við útgáfu byggingarleyfis verður innheimt sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni.

4. gr.

Kostnaður vegna skipulagsvinnu.

4.1.

Að meginreglu skal sá sem óskar eftir nýju deiliskipulagi eða breytingu á gildandi aðal- eða deiliskipulagi greiða þann kostnað sem verkið hefur í för með sér. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á upp­dráttum, auglýsinga og kynninga vegna málsins.

4.2.

Skipulagsnefnd getur ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum sveitarfélagsins er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulagsáætlun þarfnast breytinga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér við­bótar­kostnað fyrir sveitarfélagið.

4.3.

Ef kostnaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða aðkeyptrar vinnu er verulega um­fram viðmiðunargjald vegna umfangs verksins er heimilt að leggja á til við­bótar tímagjald skipulags- og byggingarfulltrúa sem er 9.000 kr./klst. eða gjald skv. reikningi.

4.4.

Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga:

Afgreiðslugjald

    9.100 kr.

Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald

    9.000 kr./klst.

Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 270.000 kr.

Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 180.000 kr.

4.5.

Kostnaður vegna nýs deiliskipulags:

Afgreiðslugjald

    9.100 kr.

Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald

    9.000 kr./klst.

Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 120.000 kr.

4.6.

Kostnaður vegna verulegra breytinga á deiliskipulagi:

Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald

    9.000 kr./klst.

Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna verulegra breytinga, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 120.000 kr.

4.7.

Kostnaður vegna óverulegra breytinga á deili­skipu­lagi:

Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald

    9.000 kr./klst.

Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna óverulegra breytinga, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

  40.000 kr.

4.8.

Kostnaður vegna grenndarkynningar:

Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna grenndarkynningar, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

  40.000 kr.

4.9.

Kostnaður vegna meðmæla Skipulagsstofnunar:

Breyting á fylgigögnum erindis um ósk um meðmæli til Skipulagsstofnunar, sbr. 1. tl. bráðabirgðarákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010, viðmiðunargjald

    9.000 kr./klst.

Umsýslu- og póstkostnaður vegna óskar um meðmæli til Skipulagsstofnunar, sbr. 1. tl. bráðabirgðarákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010

  40.000 kr.

4.10.

Afhending landupplýsinga:

Umsýslukostnaður

  10.000 kr.

5. gr.

Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis.

5.1.

Skipulags- og byggingarfulltrúi áætlar fjölda áfangaúttekta við útgáfu fram­kvæmda­leyfis og leggur á gjöld vegna þeirra við útgáfu leyfisins.

5.2.

Framkvæmdaleyfisgjald skal ekki vera hærra en sem nemur kostnaði sveitar­félagsins við undirbúning leyfisins og eftirlit sem skylt er að framkvæma.

5.3.

Vegna aðkeyptrar vinnu við framkvæmdaleyfi sem nauðsynleg er vegna útgáfu þess skal innheimta sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni.

5.4.

Þegar úrskurður um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 er nauðsynlegur vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þeirrar vinnu hluti af útlögðum kostnaði þess við útgáfu framkvæmdaleyfisins.

5.5.

Fyrir framkvæmdaleyfi skal greiða gjöld sem hér segir:

Afgreiðslugjald

    9.100 kr.

Framkvæmdaleyfi - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald

    9.000 kr./klst.

Framkvæmdaleyfi - aðrar framkvæmdir, krafið skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald

    9.000 kr./klst.

Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfisgjaldi

    9.100 kr.

Umsýsla og yfirferð gagna

  14.000 kr.

Afgreiðslugjald vegna sérhverrar úttektar

    9.100 kr.

Áfangaúttekt

  36.100 kr.

6. gr.

Gjalddagi, lögveð.

6.1.

Gjalddagi afgreiðslugjalds er við móttöku umsókna.

6.2.

Gjalddagi þjónustugjalda er við afhendingu gagna eða afgreiðslu erindis.

6.3.

Byggingarleyfisgjöld skv. 3. gr. skal greiða fyrir útgáfu byggingarleyfis.

6.4.

Gjöld skv. 4. gr. falla í gjalddaga þegar sveitarstjórn hefur samþykkt erindi umsækjanda um að láta hefja vinnu við nýtt deiliskipulag, breytingu á gildandi aðal- eða deiliskipulagi eða grenndarkynningu.

6.5.

Framkvæmdaleyfisgjald skv. 5. gr. skal greiða fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis.

6.6.

Gjalddagi annarra leyfisgjalda er við útgáfu leyfis.

6.7

Afgreiðslugjöld eru ekki endurkræf þótt umsókn sé synjað, leyfi falli úr gildi eða umsókn dregin til baka. Leyfis- og þjónustugjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru ekki endurkræf þótt ekki verði af framkvæmd. Þó skulu áætluð þjónustugjöld endurgreidd verði ekki af framkvæmdum á gildistíma byggingarleyfis.

6.8.

Heimilt er að gera skriflegan samning um greiðslur.

6.9.

Gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð og gjaldfallin gjöld má innheimta með fjárnámi.

7. gr.

Verðlagsbreytingar.

7.1.

Gjöld skv. gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu með grunnvísitölu 110,8 stig í ágúst 2011. Gjöldin taka mánaðarlega breytingum í samræmi við breytingar á vísitölunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi skal í upphafi hvers mánaðar leggja fram endurskoðaðar fjárhæðir skv. gjaldskrá þessari, í samræmi við auglýsingar Hagstofu Íslands um hver byggingarvísitala er hverju sinni. Endurskoðaðar fjár­hæðir gjalda skulu námundaðar í næsta heila hundrað, nema fermetraverð í 3.2 sem skal námundað í næsta heilan tug.

8. gr.

Gildistaka o.fl.

7.1.

Gjaldskrá þessi, sem er samþykkt af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslög nr. 123/2010, tekur gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

7.2.

Með samþykkt gjaldskrár þessarar fellur úr gildi gjaldskrá nr. 991 24. ágúst 2011.

Hvalfjarðarsveit, 30. október 2013.

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri.

B deild - Útgáfud.: 31. október 2013