Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 23/2011

Nr. 23/2011 5. janúar 2011
AUGLÝSING
um niðurgreiðslur húshitunar.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 78/2002 um niðurgreiðslur húshitunar og fjárlög fyrir árið 2011 hefur iðnaðarráðherra ákveðið fjárhæð niðurgreiðslna sem hér segir:

a) Niðurgreiðsla á raforku til húshitunar verður sem hér segir:

á veitusvæði HS veitna

2,97 kr./kWst.,

á veitusvæði Orkubús Vestfjarða í dreifbýli

4,15 kr./kWst.,

á veitusvæði Orkubús Vestfjarða í þéttbýli

2,81 kr./kWst.,

á veitusvæði Rafveitu Reyðarfjarðar

2,53 kr./kWst.,

á veitusvæði RARIK í dreifbýli

4,17 kr./kWst.,

á veitusvæði RARIK í þéttbýli

3,09 kr./kWst.,

á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur

3,16 kr./kWst.,

á veitusvæði Norðurorku

2,85 kr./kWst.

b) Niðurgreiðsla á vatni frá kyntum hitaveitum.

Niðurgreiðsla á vatni frá kyntum hitaveitum hjá RARIK skal vera 2,10 kr./kWst., hjá Orkubúi Vestfjarða 2,04 kr./kWst. og hjá HS veitum 73,90 kr./m³.

c) Niðurgreiðsla á olíu til húshitunar.

Niðurgreiðsla á olíu til húshitunar tekur mið af meðalraforkuverði til húshitunar í dreifbýli og olíuverðs á hverjum ársfjórðungi samkvæmt útreikningum Orku­stofnunar.

d) Niðurgreiðsla á framleiðslu raforku til húshitunar utan almenns dreifikerfis.

Niðurgreiðsla á framleiðslu raforku til húshitunar utan almenns dreifikerfis skal vera 1,50 kr./kWst.

Um hámark niðurgreiðslna fer samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 78/2002.

Fjárhæðir niðurgreiðslna til húshitunar samkvæmt auglýsingu þessari taka gildi frá og með 1. janúar 2011.

Auglýsing þessi kemur í stað auglýsingar nr. 1070/2010, um niðurgreiðslur húshitunar.

Iðnaðarráðuneytinu, 5. janúar 2011.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Ingvi Már Pálsson.

B deild - Útgáfud.: 19. janúar 2011