Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1133/2011

Nr. 1133/2011 17. nóvember 2011
REGLUR
um breytingu á reglum fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009 með síðari breytingu.

1. gr.

3. mgr. 3. gr. reglnanna verður þannig:

Auk rektors eiga sæti í háskólaráði til tveggja ára í senn:
a) Tveir fulltrúar háskólasamfélagsins, tilnefndir af háskólafundi.
b) Einn fulltrúi nemenda, tilnefndur af Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri.
c) Einn fulltrúi tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra.
d) Tveir fulltrúar tilnefndir af þeim ofangreindu fulltrúum sem fyrir eru í háskólaráði.

2. gr.

5. mgr. 3. gr. reglnanna verður þannig:

Þeir sem valdir eru sem fulltrúar háskólasamfélagsins í háskólaráð skulu, þegar tilnefning á sér stað, vera starfsmenn HA í fullu starfi, en kjörgengir eru þó ekki rektor, forsetar og varaforsetar skóla eða fræðasviða, framkvæmdastjóri, gæðastjóri og forstöðumenn sviða háskólaskrifstofu.

3. gr.

7. mgr. 3. gr. reglnanna verður þannig:

Háskólafundur kýs á milli þeirra sem eru í kjöri til að taka sæti sem fulltrúar háskólasamfélagsins í háskólaráði, en fulltrúar nemenda á háskólafundi hafa þó ekki atkvæðisrétt um það mál.

4. gr.

Stafliður b í 3. mgr. 11. gr. reglnanna verður þannig:

b) Úr hópi fastra kennara tilnefna fræðasvið skólans hvert um sig fimm fulltrúa, talsmaður Félags prófessora við ríkisháskóla sem starfa við HA tilnefnir einn, stjórn Félags háskólakennara á Akureyri tilnefnir einn og starfsmenn við stjórnsýslu háskólans tilnefna tvo og skulu þeir allir, auk varamanna, tilnefndir eftir kosningu, ýmist á meðal viðkomandi starfsmanna á fræðasviði, meðal viðkomandi félagsmanna, og meðal starfsfólks við stjórnsýslu, til tveggja ára í senn.

5. gr.

Reglur þessar, samþykktar af háskólaráði 28. október 2011, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 með breytingum nr. 50/2010 og öðlast þegar gildi.

Háskólanum á Akureyri, 17. nóvember 2011.

Stefán B. Sigurðsson rektor.

Sigurður Kristinsson,
varaforseti háskólaráðs.

B deild - Útgáfud.: 14. desember 2011