Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1269/2008

Nr. 1269/2008 31. desember 2008
BÆJANÖFN O.FL.

Árið 2008 tók örnefnanefnd – samkvæmt 4. gr. laga um bæjanöfn o.fl. nr. 35/1953 með síðari breytingum – við tilkynningum um eftirgreind nöfn býla og sendi nöfnin hlutað­eigandi þinglýsingarstjórum til þinglýsingar:

Austurhlíð II. Úr landi Austurhlíðar í Bláskógabyggð.
Álar. Úr landi Voðmúlastaða í Rangárþingi eystra.
Árnaneshóll. Úr landi Árnaness II í Hornafirði.
Ásvellir. Úr landi Stóru-Valla í Rangárþingi ytra.
Birkiland. Úr landi Syðri-Gegnishóla í Flóahreppi.
Bjarkarey. Úr landi Hallgeirseyjar í Rangárþingi eystra.
Bringubakki. Úr landi Ytri-Víðivalla II í Fljótsdalshéraði.
Dunhóll II. Úr landi Dunhóls í Húnavatnshreppi.
Fagrahorn. Úr landi Byggðarhorns í Sveitarfélaginu Árborg.
Fornistekkur. Úr landi Hjarðarholts í Borgarbyggð.
Grund II. Úr landi Grundar í Húnaþingi vestra.
Hlíðarendi. Úr landi Svarfhóls í Dalabyggð.
Hófgerði. Úr landi Efri-Gegnishóla í Flóahreppi.
Hrafnshagi. Úr landi Arabæjar í Flóahreppi.
Hrafnsholt. Úr landi Langholts I í Flóahreppi.
Kinn. Úr landi Kirkjuferjuhjáleigu í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Kjaransstaðir II. Úr landi Kjaransstaða í Bláskógabyggð.
Klettholt. Úr landi Hallstúns í Rangárþingi ytra.
Kögunarhóll. Úr landi Kvíarhóls í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Krossnes. Úr landi Hofsstaða í Reykhólahreppi
Lambhagi II. Úr landi Lambhaga í Hvalfjarðarsveit.
Laufás. Úr landi Sperðils í Rangárþingi eystra.
Litla-Ásgeirsá II. Úr landi Litlu-Ásgeirsár í Húnaþingi vestra.
Litlihóll. Úr landi Skíðbakka III í Rangárþingi eystra.
Miðás. Úr landi Syðri-Hamra I í Ásahreppi.
Mið-Sel. Úr landi Neðra-Sels í Rangárþingi ytra.
Múli. Úr landi Hlíðar í Hjaltadal í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Nýja-Jórvík. Úr landi Jórvíkur í Sveitarfélaginu Árborg.
Ráðagerði. Úr landi Lindarbæjar í Ásahreppi.
Sjónarhóll. Úr landi Miklahóls í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Skáli. Úr landi Bjarnastaða I í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skjólholt. Úr landi Húsa II í Ásahreppi.
Skógarnes. Úr landi Efra-Ness í Borgarbyggð.
Svínhagalækur. Úr landi Svínhaga í Rangárþingi ytra.
Tjarnalækur. Úr landi Litla-Klofa í Rangárþingi ytra.
Tjarnir. Úr landi Súluholts í Flóahreppi.
Vakurstaðir. Úr landi Skammbeinsstaða I í Rangárþingi ytra.
Vörðuholt. Úr landi Berustaða II í Ásahreppi.
Ægissíða. Úr landi Ytri-Garða II í Snæfellsbæ.
Ölvisholt. Úr landi Ölvisholts í Flóahreppi.
Öxl. Úr landi Háholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Auk þess var samþykkt endurvakið nafn eftir sameiningu tveggja spildna:

Ölvisholt. Úr landi Ölvisholts í Flóahreppi.

Árið 2008 fjallaði örnefnanefnd ennfremur um og féllst á beiðnir um eftirgreindar breytingar á nöfnum býla og sendi hin nýju nöfn hlutaðeigandi þinglýsingarstjórum skv. 5. gr. laga um bæjanöfn o.fl. nr. 35/1953 með síðari breytingum.

Bakkatjörn. Áður Bakkalax í Ölfusi.
Laufhóll. Áður Slétta í Flóahreppi.
Kvisthagi. Áður Steinteigur í Rangárþingi ytra.
Kötluland. Áður Reykhólar – tilraunastöð í Reykhólahreppi.

Árið 2008 tók örnefnanefnd – samkvæmt 6. gr. laga um bæjanöfn o.fl., nr. 35/1953, með síðari breytingum – einnig við tilkynningu um nafn á nýju þéttbýli eða þorpi og sendi nafnið hlutaðeigandi þinglýsingarstjóra til þinglýsingar:

Lónsbakki. Í Hörgárbyggð.

Örnefnanefnd, 31. desember 2008.

Þóra Björk Hjartardóttir formaður.

B deild - Útgáfud.: 5. mars 2009