Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1056/2006

Nr. 1056/2006 30. nóvember 2006
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 952/2002, um framhaldsnám við hugvísindadeild Háskóla Íslands.

1. gr.

Fjórða grein reglnanna (sbr. 1. gr. reglna nr. 600/2005) breytist og verður svohljóðandi:

Rannsóknanámsnefnd hugvísindadeildar fer með málefni rannsóknanáms deildarinnar í umboði deildarráðs. Nefndin fylgist með því að hæfilegs samræmis sé gætt í meðferð umsókna um meistara- og doktorsnám, sem og skipulagi framhaldsnáms, inntöku­skilyrðum, kröfum til nemenda og þjónustu við þá. Hún ræðir og mótar stefnu deildar­innar um framhaldsnámið eftir því sem deild felur henni. Hún skal fjalla um gæði þessa náms og gera tillögur til deildarráðs um það hvernig rétt sé að meta það og styrkja.

Rannsóknanámsnefnd er kosin af deildarráði til þriggja ára. Í henni skal sitja einn fulltrúi úr hverri skor deildarinnar, einn fulltrúi meistaranema og einn fulltrúi doktorsnema. Deildarráð kýs formann úr hópi nefndarmanna. Starfsmaður á skrifstofu deildarinnar er ritari nefndarinnar og framkvæmdastjóri. Hlutverk starfsmannsins er m.a. að fylgjast með námsframvindu nemenda í framhaldsnámi og afla upplýsinga fyrir nefndina.

Hlutverki sínu gegnir nefndin m.a. með því að:

  1. afgreiða umsóknir um framhaldsnám að lokinni umfjöllun skorar eða, eftir atvikum, fagráðs,
  2. stuðla að samræmi í kröfum til framhaldsnema eftir því sem við á,
  3. fylgjast með því að reglum um framhaldsnám sé framfylgt,
  4. samþykkja tillögur skorar eða, eftir atvikum, fagráðs um aðalleiðbeinanda / umsjónarkennara, skipan meistaraprófsnefnda, doktorsnefnda og prófdómara til að meta lokaverkefni,
  5. gæta réttar framhaldsnema.

Stúdent getur skotið ágreiningi við meistaraprófs- eða doktorsnefnd til rannsókna­náms­nefndar.

2. gr.

Reglur þessar sem samþykktar hafa verið af deildarfundi í hugvísindadeild og hlotið staðfestingu háskólaráðs sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands og 67. og 68. gr. sameiginlegra reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000, öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 30. nóvember 2006.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 21. desember 2006