Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 688/2012

Nr. 688/2012 20. júlí 2012
AUGLÝSING
um friðlýsingu húsa.

Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun hefur mennta- og menn­ingar­mála­ráðherra ákveðið að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar að friða eftirtalin mannvirki sem tilheyra Elliðaárvirkjun:

-

rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal (1920-21) - auðkenni: 204-4089, Elliðavatnsstífla (1924-28)

-

Árbæjarstífla (1920-29) og þrýstivatnspípa (lögð 1978 í stað pípu sem lögð var árið 1920)

-

stöðvarstjórahús Elliðaárvirkjunar í Elliðaárdal (1921) - auðkenni: 204-4088

-

smiðja/fjós (1921) - auðkenni: 204-4086 og 204-4083

-

hlaða (1932-33) - auðkenni: 204-4087

-

straumskiptistöð/aðveitustöð (reist 1937 eftir teikningum Sigurðar Guðmunds­sonar arkitekts, án síðari tíma viðbygginga) - auðkenni: 204-4080

-

spennistöð við Bókhlöðustíg 2A - auðkenni: 200-6533

-

spennistöð við Vesturgötu 2* - auðkenni: 200-2583

-

spennistöð við Klapparstíg 7E - auðkenni: 200-3174.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 20. júlí 2012.

Katrín Jakobsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 8. ágúst 2012