Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1267/2012

Nr. 1267/2012 20. desember 2012
REGLUR
um breytingu á reglum um stjórnskipulag hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri nr. 416/2012.

1. gr.

5. málsl. 2. mgr. 6. gr. verður svohljóðandi:

Til að auka gæði kennslu á hug- og félagsvísindasviði hefur miðstöð skólaþróunar með höndum fræðslu til kennara sviðsins, styður við rannsóknarstarf þeirra eftir því sem aðstæður leyfa og annast önnur þau verkefni er henni eru falin af fræðasviðinu.

2. gr.

Reglur þessar sem samþykktar voru af háskólaráði 30. nóvember 2012 eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Háskólanum á Akureyri, 20. desember 2012.

Stefán B. Sigurðsson rektor.

Sigurður Kristinsson,     
varaforseti háskólaráðs.

B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2013