Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 15/2010

Nr. 15/2010 16. mars 2010
AUGLÝSING
um að lög nr. 1/2010 séu fallin úr gildi.

Með vísun til 3. mgr. 10. gr. laga nr. 4/2010, tilkynnist hér með að í þjóðar­atkvæðagreiðslu sem haldin var, hinn 6. mars 2010, samkvæmt fyrirmælum í 26. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands var lögum nr. 1/2010, um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf., synjað staðfestingar og eru þau því fallin úr gildi.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 16. mars 2010.

Ragna Árnadóttir.

Þórunn J. Hafstein.

A deild - Útgáfud.: 18. mars 2010