Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 337/2006

Nr. 337/2006 6. apríl 2006
AUGLÝSING
um umferð í Vestmannaeyjum.

Að fenginni samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja og samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50 frá 1987 eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð í Vestmannaeyjum:

  1. Bannað verði að leggja bifreiðum við gangstétt á Vestmannabraut frá gatnamótum Kirkjuvegar og Vestmannabrautar austur að lóðamörkum Vestmannabrautar 10 og 13a.
  2. Þrjú bifreiðastæði verði austanmegin á Kirkjuvegi vestan við bankann með 15 mínútna tímatakmörkun.
  3. Gangbraut verði á Vestmannabraut á móts við hús KFUM og K.
  4. Hilmisgata verði vistgata frá Kirkjuvegi að Vestmannabraut með hámarkshraða 15 km/klst.
  5. Hraðahindrun verði á Höfðavegi á móts við Olnboga.
  6. Stöðvunarskylda verði á Illugagötu gagnvart umferð á Höfðavegi.
  7. Gangbrautir verði á gatnamótum Höfðavegar og Illugagötu.
  8. Bárustígur verði vistgata frá gatnamótum Vestmannabrautar að Vesturvegi.
  9. Bifreiðastöður verði bannaðar við gangstétt frá Bárustíg 9 að Strandvegi.
  10. Einstefna verði á Ásavegi til vesturs frá gatnamótum frá Helgafellsbraut að Kirkjuvegi.
  11. Hámarkshraði á Ásavegi frá gatnamótum við Helgafellsbraut að Kirkjuvegi verði 30 km/klst.

Með auglýsingu þessari eru numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsinga um umferð í Vestmannaeyjum sem brjóta í bága við auglýsingu þessa.

Ákvörðun þessi tekur þegar gildi.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 6. apríl 2006.

Karl Gauti Hjaltason.

B deild - Útgáfud.: 28. apríl 2006