Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 217/2015

Nr. 217/2015 17. febrúar 2015
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

1. gr.

Í stað viðbætis A við II. viðauka reglugerðarinnar kemur eftirfarandi:

Listi yfir CRM-efni og leyfða notkun þeirra í samræmi við 4., 5. og 6. lið 3. hluta.

Efni

Flokkun

Leyfð notkun

  Nikkel

  CMR 2

Í leikföngum og íhlutum leikfanga gerðum úr ryðfríu stáli.
Í íhlutum leikfanga sem ætlað er að leiða rafmagn.

2. gr.

Í stað viðbætis C við II. viðauka reglugerðarinnar kemur eftirfarandi:

Sértæk viðmiðunarmörk fyrir íðefni sem notuð eru í leikföng,
sem eru ætluð börnum yngri en 36 mánaða eða önnur leikföng
sem gert er ráð fyrir að notendur setji upp í sig, sem samþykkt
eru í samræmi við 2. mgr. 46. gr. tilskipunar 2009/48.

Efni

CAS-númer

Viðmiðunarmörk

  TCEP

  115-96-8

5 mg/kg (viðmiðunarmörk)

  TCPP

  13674-84-5

5 mg/kg (viðmiðunarmörk)

  TDCP

  13674-87-8

5 mg/kg (viðmiðunarmörk)

  Bisfenol A

  80-05-7

0,1 mg/l (flæðimörk) í samræmi við aðferðirnar sem mælt er fyrir um EN 71-10:2005 og EN 71-11:2005

3. gr.

Við 30. gr. reglugerðarinnar koma þrír nýir stafliðir, svohljóðandi:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/79/ESB um breytingu á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar TCEP, TCPP og TDCP, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 276/2014, frá 12. desember 2014. Bíður birtingar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/81/ESB um breytingu á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB, um öryggi leikfanga, að því er varðar bisfenol A, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahags­svæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 278/2014, frá 12. desember 2014. Bíður birtingar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.
  3. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/84/ESB um breytingu á viðbæti A við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar nikkel, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahags­svæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 278/2014. Bíður birtingar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.

4. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 10. gr. og 3. mgr. 13. gr., sbr. 3. mgr. 27. gr. laga nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, með síðari breytingum, og öðlast hún þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 17. febrúar 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 4. mars 2015