Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 907/2007

Nr. 907/2007 24. september 2007
REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 540/2002 um mæðra- og feðralaun.

1. gr.

5. gr. orðast svo:

Heimilt er að greiða mæðra- og feðralaun, sbr. 1. gr., til maka elli- eða örorku­lífeyrisþega þegar bætur almannatrygginga hafa fallið niður vegna dvalar á sjúkrahúsi eða stofnun. Upphaf greiðslna miðast við byrjun þess mánaðar sem lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins falla niður.

Heimilt er að greiða maka einstaklings sem sætir gæsluvist eða afplánar fangelsis­refsingu mæðra- eða feðralaun, sbr. 1. gr. Skilyrði greiðslna er að vistin hafi varað a.m.k. þrjá mánuði samfellt og er Tryggingastofnun ríkisins heimilt að krefjast gagna þar um. Upphaf greiðslna miðast við byrjun næsta mánaðar eftir að gæsluvist eða afplánun hefst.

2. gr.

Við IV. kafla bætist ný grein, 8. gr., sem orðast svo:

8. gr.

Greiðslur mæðra- og feðralauna til maka elli- eða örorkulífeyrisþega, sbr. 1. mgr. 5. gr., skulu stöðvast í lok þess mánaðar sem lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hefjast að nýju.

Greiðslur mæðra- og feðralauna til maka einstaklings sem sætir gæsluvist eða afplánar fangelsisrefsingu, sbr. 2. mgr. 5. gr., skulu í upphafi aðeins ákvarðaðar til helmings þess tíma sem kveðið er á um í dómi en skulu eftir atvikum framlengjast þar til afplánun lýkur.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. gr., sbr. 15. gr., laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma falla brott reglur tryggingaráðs nr. 951/1999 um greiðslu mæðra- og feðralauna skv. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 24. september 2007.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Berglind Ásgeirsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 8. október 2007