Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 352/2010

Nr. 352/2010 15. apríl 2010
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um útleigu uppboðsíbúða Íbúðalánasjóðs, nr. 7/2010.

1. gr.

Á eftir 3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:

Íbúðalánasjóði er heimilt að leigja íbúðir út til atvinnustarfsemi sem fellur að íbúðunum. Leigutaki skal við húsaleigusamning framvísa gögnum frá viðkomandi sveitarstjórn og byggingaryfirvöldum sem staðfesta leyfi og heimild fyrir viðkomandi starfsemi í íbúðunum. Liggja skal fyrir samþykki annarra sameigenda samkvæmt fjöleignarhúsa­lögum, nr. 26/1994. Skilyrði fyrir útleigu til atvinnustarfsemi er að ekki sé skortur á leiguíbúðum til íbúðar á viðkomandi markaðssvæði.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 8. tölul. 9. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, sbr. breytingu nr. 138/2008, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 15. apríl 2010.

Árni Páll Árnason.

Óskar Páll Óskarsson.

B deild - Útgáfud.: 23. apríl 2010