Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 552/2011

Nr. 552/2011 12. maí 2011
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

119. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:

Kennslugreinar, prófgráður og námseiningar.

Kennaradeild veitir kennslu sem hér segir:

  1. Til B.Ed.-prófs: Leikskólakennarafræði, kennsla ungra barna í grunnskóla, grunnskólakennsla og faggreinakennsla í grunnskóla.
  2. Til M.Ed.-prófs: Leikskólakennarafræði, kennsla ungra barna í grunnskóla, grunnskólakennsla, faggreinakennsla í grunnskóla, náms- og kennslufræði, auk kennslufræði framhaldsskóla.
  3. Til MA-prófs: Leikskólakennarafræði, kennsla ungra barna í grunnskóla og náms- og kennslufræði.
  4. Til doktorsprófs: Menntavísindi, Ph.D. og menntavísindi, Ed.D. og á fagsviðum þar sem deild metur að nauðsynleg aðstaða og sérþekking sé fyrir hendi.

Kennaradeild er skipað í fjórar námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna: Námsbraut í menntun ungra barna í leik- og grunnskóla, námsbraut í grunnskólakennslu, námsbraut í faggreinakennslu í grunnskóla og námsbraut í kennslufræði framhaldsskóla og háskóla.

Auk kennslu stendur deildin fyrir rannsóknum á fræðasviðum deildarinnar.

Deildin ákvarðar kennslugreinar og skiptingu þeirra í námskeið og um vægi þeirra.

Deildinni er heimilt að skipuleggja stuttar námsleiðir í grunnnámi, sbr. ákvæði 55. gr. reglna þessara. Deildinni er ennfremur heimilt að gefa kost á viðbótarnámi að loknu fullgildu háskólanámi.

Námið við kennaradeild er ýmist skipulagt sem staðnám, fjarnám eða sveigjanlegt nám sem er samofið staðnámi og fjarnámi og setur deildin nánari reglur um námið og skulu þær koma fram í kennsluskrá. Þar skal kveðið á um markmið, inntak og meginviðfangsefni námsins, að meðtalinni starfsþjálfun á vettvangi þar sem það á við. Einnig skal þar gerð grein fyrir tilhögun náms, kennsluháttum og námsmati.

Heimilt er að skipuleggja þær greinar sem tilgreindar eru sem aðalgreinar, auk annarra greina kennaradeildar, sem aukagreinar samkvæmt nánari ákvörðun deildarinnar.

Til B.Ed.-prófs er krafist minnst 180 eininga.

Til M.Ed.-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu B.Ed.-prófi frá deildinni, eða BA- eða BS-prófi í skyldum greinum. Slíkt nám má skipuleggja sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 20 einingar.

Til MA-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu B.Ed.-prófi frá deildinni, eða BA- eða BS-prófi í skyldum greinum. Slíkt nám er skipulagt sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 40 einingar.

Heimilt er að skilgreina áherslusvið á námsleiðum í meistaranámi.

Til doktorsprófs í menntavísindum, Ed.D. er krafist minnst 180 eininga að loknu meistaraprófi og til doktorsprófs í menntavísindum, Ph.D. er krafist 180-240 eininga að loknu meistaraprófi.

Framhaldsnám til meistaraprófs og doktorsprófs er skipulagt samkvæmt þessum reglum og nánari reglum sem kennaradeild setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66. - 69. gr. þessara reglna. Lýsing á náminu skal koma fram í kennsluskrá.

Diplómanám í kennslufræði fyrir iðnmeistara er sjálfstætt 60 eininga grunnnám.

Diplómanám í kennslufræði framhaldsskóla er sjálfstætt 60 eininga nám að loknu BA- eða BS-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Diplómanám í kennslufræði háskóla er sjálfstætt 30 eininga framhaldsnám.

Diplómanám í náms- og kennslufræði er sjálfstætt 60 eininga framhaldsnám.

Diplómanám í leikskólakennarafræði er sjálfstætt 60 eininga framhaldsnám.

Nám til viðbótardiplómu er hægt að fá metið inn í meistaranám að uppfylltum inntökuskilyrðum.

Nám í kennaradeild er skipulagt með hliðsjón af lögum og reglum um starfsréttindi.

2. gr.

121. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:

Kennslugreinar, prófgráður og námseiningar.

Uppeldis- og menntunarfræðideild veitir kennslu sem hér segir:

  1. Til BA-prófs: Alþjóðlegt nám í menntunarfræði/International Studies in Education; uppeldis- og menntunarfræði.
  2. Til MA-prófs: Alþjóðlegt nám í menntunarfræði/International Studies in Education; áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn; leiðtogar, nýsköpun og stjórnun; lífsleikni, sjálfsmyndir og farsæld; lýðræði, jafnrétti og fjölmenning; matsfræði; nám fullorðinna; sérkennslufræði; stjórnunarfræði menntastofnana; uppeldis- og menntunarfræði; þroski, mál og læsi.
  3. Til M.Ed.-prófs: Leiðtogar, nýsköpun og stjórnun; lífsleikni, sjálfsmyndir og farsæld; lýðræði, jafnrétti og fjölmenning; nám fullorðinna; sérkennslufræði; stjórnunarfræði menntastofnana; uppeldis- og menntunarfræði.
  4. Til doktorsprófs: Menntavísindi, Ph.D. og menntavísindi, Ed.D. og á fagsviðum þar sem deild metur að nauðsynleg aðstaða og sérþekking sé fyrir hendi.

Uppeldis- og menntunarfræðideild er skipað í fimm námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna: Námsbraut í menntastjórnun og matsfræði, námsbraut í menntunarfræði, námsbraut í námi fullorðinna, námsbraut í sálfræði í uppeldis- og menntavísindum og námsbraut í sérkennslufræði.

Lýsing á náminu í deildinni skal koma fram í kennsluskrá háskólans.

Auk kennslu stendur deildin fyrir rannsóknum á fræðasviðum deildarinnar.

Deildin ákvarðar kennslugreinar og skiptingu þeirra í námskeið og vægi þeirra.

Námið við uppeldis- og menntunarfræðideild er ýmist skipulagt sem staðnám, fjarnám eða sveigjanlegt nám sem er samofið staðnámi og fjarnámi og setur deildin nánari reglur um námið og skulu þær koma fram í kennsluskrá. Þar skal kveðið á um markmið, inntak og meginviðfangsefni námsins, að meðtalinni starfsþjálfun á vettvangi þar sem það á við. Einnig skal þar gerð grein fyrir tilhögun náms, kennsluháttum og námsmati.

Heimilt er að skipuleggja þær greinar sem tilgreindar eru sem aðalgreinar, auk annarra greina uppeldis- og menntunarfræðideildar, sem aukagreinar samkvæmt nánari ákvörðun deildarinnar.

Til BA-prófs er krafist minnst 180 eininga og er stúdent heimilt að ljúka 120 einingum í aðalgrein og 60 í aukagrein.

Til M.Ed.-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu BA-prófi frá deildinni eða BA-, B.Ed.- eða BS-prófi í skyldum greinum. Slíkt nám má skipuleggja sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 30 einingar.

Til MA-prófs er krafist 120 eininga náms að loknu BA-prófi frá deildinni eða BA-, B.Ed.- eða BS-prófi í skyldum greinum. Slíkt nám er skipulagt sem rannsóknarnám þar sem lokaverkefni er minnst 40 einingar.

Heimilt er að skilgreina áherslusvið á námsleiðum í meistaranámi.

Heimilt er að brautskrá nemendur eftir fyrri hluta meistaranáms með 60 eininga viðbótardiplómu, enda komi það fram í kennsluskrá.

Til doktorsprófs í menntavísindum, Ed.D. er krafist minnst 180 eininga og til doktorsprófs í menntavísindum, Ph.D. er krafist 180-240 eininga.

Framhaldsnám til meistara- og doktorsprófs er skipulagt samkvæmt þessum reglum og nánari reglum sem uppeldis- og menntunarfræðideild setur og háskólaráð staðfestir, sbr. 66. - 69. gr. þessara reglna. Lýsing á náminu skal koma fram í kennsluskrá.

Nám í uppeldis- og menntunarfræðideild er skipulagt með hliðsjón af lögum og reglum um starfsréttindi.

3. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 12. maí 2011.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 6. júní 2011