Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 488/2007

Nr. 488/2007 10. maí 2007
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 176/2003 um Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands.

1. gr.

Annar málsliður 5. gr. um stjórn breytist og hljóðar svo:

Formaður stjórnarinnar er skipaður skv. tilnefningu rektors en aðrir stjórnarmenn án tilnefningar.

2. gr.

Annar málsliður 9. gr. um forstöðumenn fræða- og háskólasetra breytist og hljóðar svo:

Forstöðumaður er ráðinn af stjórn setursins, sbr. 3. mgr. 3. gr., í samráði við stjórn Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands. Hlutfall starfs forstöðumanns milli stjórnsýslu og akademísks starfs er ákveðið í samráði við stjórn Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. um ársfund.

Í stað orðsins „haustmánuðum“ í 2. ml. 1. mgr. kemur vormánuðum.

Þriðja mgr. breytist og hljóðar svo:

Ársskýrsla stofnunarinnar og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs skulu liggja frammi á fundinum.

4. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur niður.

Háskóla Íslands, 10. maí 2007.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 1. júní 2007