Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1024/2012

Nr. 1024/2012 30. nóvember 2012
AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Reykjahvoll 41, Mosfellsbæ.

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar hefur þann 6. nóvember 2012 skv. heimild í viðauka I við samþykkt nr. 596/2011 um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, samþykkt tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Reykjahvoll 41, sem hlotið hefur meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var grenndarkynnt 25. október 2012 og lauk grenndarkynningu 29. október 2012 er allir þátttakendur höfðu lýst yfir samþykki sínu.
Breytingin felst í því að inn á lóðina er bætt byggingarreit fyrir bílageymslu, sem verði grafin inn í brekkuna og má vera allt að 100 m² að stærð.
Skipulagsbreytingin hefur hlotið þá meðferð sem lög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 30. nóvember 2012,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 3. desember 2012