Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 950/2012

Nr. 950/2012 8. nóvember 2012
AUGLÝSING
um deiliskipulag tveggja frístundalóða úr Miðdalslandi, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 15. ágúst 2012 í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga samþykkt tillögu að deiliskipulagi á landi nr. 125213 úr Miðdalslandi. Skipulagið gerir ráð fyrir að landinu sem er 2,2 ha að stærð og liggur austan Hafravatnsvegar skammt sunnan Miðdals, sé skipt í tvær frístundalóðir. Heimilt verður að reisa allt að 110 m² stórt frístundahús ásamt allt að 20 m² geymsluhúsi á hvorri lóð.
Skipulagið hefur hlotið þá meðferð sem lög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast það þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 8. október 2012,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 9. nóvember 2012