Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 418/2008

Nr. 418/2008 10. apríl 2008
REGLUR
um breytingu (37) á reglum nr. 458/2000, fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Við 5. mgr. 95. gr. bætist 3. ml., svohljóðandi:

Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis nægir til inngöngu í viðskipta- og hagfræðideild til jafns við stúdentspróf, enda hafi viðkomandi stundað nám sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í viðskiptafræði og hagfræði.

2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 108. gr.

Fyrsta málsgrein er ný, svohljóðandi:

Verkfræðideild veitir inngöngu þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Ennfremur þeim sem lokið hafa 4. stigs prófi á vélstjórnarbraut Fjöltækniskólans, prófi frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík eða frumgreinadeild Keilis, enda hafi viðkomandi lokið námi sem er ætlað fyrir þá sem hyggja á frekara nám í verk- eða raunvísindum.

Fyrsta til 8. mgr. verða 2.-9. mgr.

3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 114. gr.

Á eftir 20. mgr. um MA-nám í kynjafræði kemur ný mgr., svohljóðandi:

Meistaranám í safnafræði er sjálfstætt 60 eininga nám að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi.

Málsgreinar 21-28 verða 22.-29. mgr.

Á eftir 28. mgr. um diplómanám í náms- og starfsráðgjöf kemur ný mgr., svohljóðandi:

Diplómanám í safnafræði er sjálfstætt 15 eininga nám að loknu BA-prófi eða sambæri­legu háskólaprófi. Nám þetta er hægt að fá metið inn í MA-nám að uppfylltum inntöku­skilyrðum.

Málsgreinar 29-41 verða 31.-43. mgr.

4. gr.

Þriðja mgr. 118. gr. breytist og verður svohljóðandi:

Próf frá frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður raungreinadeildarpróf frá Tækni­háskóla Íslands), nægir til inngöngu í raunvísindadeild til jafns við stúdentspróf, enda sé fullnægt skilyrðum um lágmarkskröfur í einstökum greinum, samanber 1. og 2. mgr. hér á undan. Hið sama á við um lokapróf frá frumgreinadeild Keilis.

5. gr.

Gildistaka og lagastoð.

Ákvæði reglna þessara, sem deildarfundur viðkomandi deilda hefur samþykkt og háskóla­ráð hefur staðfest á grundvelli laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999, öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 10. apríl 2008.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 6. maí 2008