Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 343/2008

Nr. 343/2008 6. mars 2008
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 952/2002, um framhaldsnám við hugvísindadeild Háskóla Íslands.

1. gr.

Fyrsta mgr. 2. gr. breytist og hljóðar svo:

Umsóknarfrestur um framhaldsnám er ákveðinn í deildarráði og skal auglýstur og birtur í kennsluskrá.

2. gr.

Þriðja mgr. 8. gr. breytist og hljóðar svo:

Afgreiðslu umsókna sem berast fyrir auglýstan frest, skal vera lokið eigi síðar en einum mánuði eftir að fresturinn er liðinn og þeim svarað innan þeirra tímamarka.

3. gr.

Þriðja mgr. 14. gr. breytist og hljóðar svo:

Afgreiðslu umsókna sem berast fyrir auglýstan frest, skal vera lokið eigi síðar en einum mánuði eftir að fresturinn er liðinn og þeim svarað innan þeirra tímamarka.

4. gr.

Reglur þessar sem samþykktar hafa verið af deildarfundi í hugvísindadeild og hlotið staðfestingu háskólaráðs, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands og 68. gr. sameiginlegra reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000, öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 6. mars 2008.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 9. apríl 2008