Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 74/2009

Nr. 74/2009 13. júlí 2009
LÖG
um breyting á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum.
FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:


1. gr.
    Við ákvæði til bráðabirgða VII í lögunum, sbr. 1. gr. laga nr. 61/2009, bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Með sömu skilyrðum er slitastjórn fjármálafyrirtækis heimilt að greiða skuldir vegna launa, þ.m.t. laun í uppsagnarfresti, frá gildistöku laga þessara fram til 31. desember 2009.

2. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 13. júlí 2009.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Gylfi Magnússon.

A deild - Útgáfud.: 13. júlí 2009