Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 469/2014

Nr. 469/2014 15. maí 2014
AUGLÝSING
um samþykkt deiliskipulags og breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 23. apríl 2014 í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkt nýtt deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagi sem hér segir:

Deiliskipulag Varmárskólasvæðis. Skipulagið fjallar um lóð skólans, Skólabraut og nærliggjandi svæði, að lóðum við Lágholt í suðri og Tunguvegi í vestri. Tillaga var auglýst 30. september 2013, ein athugasemd barst og var tillagan samþykkt í bæjarstjórn 23. apríl 2014 með nokkrum breytingum.

Skeiðholt/Tunguvegur, breytingar á deiliskipulagi, sem felast í breyttri afmörkun skipulagssvæðis á kafla við Skólabraut, tengingu aðkomugötu að „Efri deild" niður á Tunguveg og breyttri legu stíga. Tillaga var auglýst 30. september 2013 og samþykkt í bæjarstjórn 23. apríl 2014 með nokkrum breytingum til samræmis við deiliskipulag Varmárskólasvæðis.

Desjarmýri, breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis. Breytingin varðar lóð nr. 7 þar sem byggingarreit og byggingarskilmálum er breytt í því skyni að nýta megi lóðina undir geymsluhúsnæði á einni hæð í litlum einingum. Tillaga var auglýst 27. júní 2013 og samþykkt í bæjarstjórn 23. apríl 2014 lítillega breytt.

Helgafellshverfi, 1. áfangi, breytingar á deiliskipulagi milli Gerplu- og Vefarastrætis austan skólalóðar. Helstu breytingar eru þær að þvergata gegnum svæðið er felld niður og lóðarmörk, húsgerðir og húshæðir breytast, auk breytinga á bílastæðamálum og umferð. Tillaga var auglýst 12. febrúar 2014, ein athugasemd barst og var tillagan samþykkt óbreytt í bæjarstjórn 23. apríl 2014.

Ofangreint deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð samkvæmt 41. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og öðlast þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 15. maí 2014,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 19. maí 2014