Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 134/2014

Nr. 134/2014 22. desember 2014
LÖG
um heimild til endurupptöku vegna látinna dómþola í máli Hæstaréttar nr. 214/1978.

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

1. gr.

    Sé dómþoli í máli Hæstaréttar Íslands nr. 214/1978 frá 22. febrúar 1980, sem hefði samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, átt rétt til að leggja fram beiðni um endurupptöku, látinn hafa eiginmaður eða eiginkona hins látna, foreldrar, börn, kjörbörn, barnabörn og systkin rétt til að leggja fram beiðni um endurupptöku fyrir hönd hins látna.

2. gr.

    Að öðru leyti en greinir í þessum lögum fer um beiðni um endurupptöku og meðferð hennar samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og reglugerðar nr. 777/2013, um störf og starfsskilyrði endurupptökunefndar.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 22. desember 2014.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Einar K. Guðfinnsson.

Markús Sigurbjörnsson.

(L. S.)

Ólöf Nordal.

A deild - Útgáfud.: 30. desember 2014